Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Síða 83

Ægir - 01.09.1997, Síða 83
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI verkefnið. Auðunn segist reikna með að starfsþjálfun taki 4-6 mánuði þannig að íslendingarnir verða fram yfir áramót í Argentínu. Höfum forskot ■ þróun smábátanna „Við horfum nánast eingöngu til verk- efna í útflutningi í framtíðinni enda er endurnýjun á bátum hér heima alveg sáralítil. Ef við ætlum að vera í þessari smíði af þeirri stærðargráðu sem við höfum verið þá er eina lífs- vonin að selja á erlenda mark- aði. Við sjáum líka allt í kring- um okkur að pólitískar ákvarð- anir eru teknar um að styðja við smábátaútgerð, nú síðast í Evr- ópubandalaginu. Við merkjum þess vegna töluvert líf á mark- aðnum og framtíðarmöguleika og með það forskot sem við íslending- ar höfum þá á að vera hægt að nýta þá. Hér á landi höfum við þróað smábát- ana yfir í stórvirk veiðitæki og það þykir ekki tiltökumál þó smábátar afli 2-300 tonna í dag. Þannig taka tveir sjómenn þennan afla á smábát en á bak við þetta stendur íslensk tækniþró- un og búnaður sem aðeins fannst á togurum í gamla daga er nú útfærður fyrir smábáta. Aðstæður í höfnum eru líka verulega betri og það skiptir smá- bátaútgerðina líka máli." -En er íslenska útfærslan og þessi búnaður sem þróaður hefur verið fyrir íslenskar aðstæður auðveldlega yfirfær- anlegur yfir á smábátaútgerð í öðrum löndum? „Já, við ætlum að sanna það með verkefninu í Argentínu. Þess vegna sendum við íslenska sjómenn, sem og ráðgjöf um allt sem snýr að þessari út- gerð. Ef fiskurinn er fyrir hendi, eins og okkur er sagt, þá ætlum við að sýna hvernig við myndum standa að því að veiða hann." Borga meira fyrir gæðin í smíði bátanna sex fóru 105 vinnu- dagar og að verkinu komu 35 starfs- menn, bæði frá Trefjum og öðrum aðil- um. Aðspurður hvernig samningar á borð við þann í Argentínu náist segir Auðunn að í því tilfelli hafi Hampiðjan átt fyrsta skrefið en síðan hafi Útflutn- ingsráð komið að málinu. „Þessir menn í Argentínu voru í sambandi við umboðsmann Hampiðjunnar í Chile þannig að segja má að eitt íslenskt fyr- irtæki sé að styðja annað í svona verk- efnum. Sama má segja þegar við erum að selja frá okkur báta með öllum bún- aði. Þá höldum við á lofti körum, veið- arfærum og veiðibúnaði frá íslenskum framleiðendum enda búnaður sem við þekkjum og treystum vel," segir Auð- unn. Hann segist að í samkeppninni erlendis sé það staðreynd að íslensku bátarnir og búnaðurinn sé ekki í ódýrasta kantinum. „Nei, kaupendur geta víða fengið ódýrari vöru en okkar. Við erum því að selja út á einhverja aðra þætti og það kemur oft fyrir að við missum viðskipti út af verðmun. Það sem skiptir öllu fyr- ir okkur er að ná persónulegum tengsl- um við kaupendurna og fá þá hingað til lands til að sýna þeim hvað hér er í boði. Þannig gekk þetta fyrir sig með argentísku kaupendurna og það hafði úrslitaáhrif, annars hefðu þeir aldrei verslað hér á landi," segir Auðunn. Framtíðin er alltaf óráðin í harðri samkeppni en Auðunn er bjartsýnn á útflutninginn. „Við reynum eins og við getum og erum bjartsýnir annan daginn en svartsýnir hinn. Þannig gengur þetta. Við tókum þátt í sýningunni í Vigo á Spáni nú í september vonum að sú þátt- taka skili okkur árangri enda er að sjá sem töluverð hreyfing sé í við- skiptum í spænskumælandi löndun- um. Þar er líka velvilji í garð smábáta- útgerðar og þar virðast búa að baki pólitískar ákvarðanir. Þegar maður fer um erlendis og sér hvernig smábátar eru búnir út þá er ekki hægt að sjá annað en við eigum óplægðan akur og þá þarf ekki að fara lengra en bara til Norðurlandanna," segir Auðunn Ósk- arsson. „ Við horfum nánast eingöngu til verkefna í útflutningi íframtíðinni. “ ÆGIR 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.