Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 87

Ægir - 01.09.1997, Side 87
Þjónustufyrirtœkið ísmar hf. fagnar afmœli um þessar mundir: Byltingarkenndar tækni- breytingar á fímmtán árum Starfsfólk ísmar hf. á afmœlisári Strarfsmenn hjá ísmar hf. eru níu talsins. Frá vinstri: Örvar Þór Einarsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurjón Hrafiikelsson, ída Þorgeirsdóttir, Birgir Benediktsson, Laufey Jónsdóttir, Ragnar Grétarsson, Jón Ttyggvi Heigason og Reynir Guðjónsson. N'ú í september fagnar fyrirtœkið ísmar hf. í Reykjavík 15 ára af- mceli en það er eitt af vel þekktum þjónustufyrirtœkjum við íslenskan sjávarútveg. Allt frá upphafi liefur sala á siglinga- og fiskileitartœkjum verið grundvöllur í starfi fyrirtœkis- ins og er stór hluti íslenska skipaflot- ans búinn tœkjum sem eiga œttir að rekja til ísmar hf.. Nýjasti togari fiot- ans, hinn nýi Pétur Jónsson RE, er búinn öllum fiskileitar-, siglinga- og staðsetningartœkjum frá ísmar, ásamt fjarskiptabúnaði. Birgir Benediktsson, þjónustustjóri hjá ísmar, segir í samtali við Ægi að stærstu þættirnir í starfseminni séu sala á tækjabúnaði frá norska fram- leiðandanum Scanmar og þýska fram- leiðandanum STN-Atlas. Scanmar hef- ur t.d. þróað aflanema, höfuðlínu- nema og trollaugu en frá Atlas selur ís- mar dýptarmæla og ratsjár. Sömuleiðis er ísmar söluaðili á gyrókompásum og sjálfstýringum frá C. Plath í Þýskalandi. „Þetta er allt mjög reyndur búnaður og traustur og vel þekktur í íslenska flotanum," segir Birgir. GPS-tæknin skilar mikilvægum upplýsingum Á síðari árum hefur sala líka aukist í GPS-staðsetningarbúnaði frá Trimble en GPS tæknin hefur leyst af hólmi Loran-C kerfið jafnt á sjó og landi. Birgir segir að GPS búnaðurinn sé nú mikilvægt vinnutæki um borð í skip- unum enda mjög nákvæmt kerfi og öruggt þar sem nákvæmnin er allt að einum metra. Ekki sé óalgengt að skip séu búin tvö- til þreföidu GPS kerfi til að tryggja öryggi ef eitthvað fer úr- skeiðis. „GPS búnaðurinn er ekki skylda í fiskiskipunum en þetta eru grundvallartæki sem vinna með jaðar- tækjum, svo sem eins og radar og plotter. Þannig fást mjög nákvæmar upplýsingar um feril og staðsetningu við veiðarnar. í raun gildir það sama um allan tækjabúnað- inn í skipunum að þróunin hefur verið gífurleg á undanförn- um 15 árum. Sem dæmi má taka að nú geta menn látið radar- inn reikna út stefnu, fjarlægð og hraða ann- arra skipa í kring og í því felst öryggi," bætir Birgir við. ísmar hefur einnig umboð fyrir Trimble GPS-landmælingatæki og flugleiðsögutæki og hefur sala þeirra aukist mjög á síðari árum. Veiðarfæraskynjar- arnir skiluðu strax aflaaukningu Mikil bylting hefur orðið með skynjara- ÆGIK 87

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.