Ægir - 01.09.1997, Síða 91
Skiparadíó-Rafhús:
„Gaman að taka þátt í
stórsókn JRC-tækjanna“
segirArnar Sigurbjörnsson
eynsla okkar frá því við tókum
upp samstarf Skiparadíós og Raf-
húsa hefnr verið mjög skemmtileg. Sér
í lagi hefur verið gaman að taka þátt
íþeirri sókn sem JRC tœkin eru í alls
staðar í heiminum um þessar tnundir.
Vörulína þeirra hefur sífellt verið að
breikka og batna þannig að JRC er
okkar flaggskip í sölunni hjá Rafhús-
um á sama hátt og Wesntar tœkin eru
hjá Skiparadíó," segir Arnar Sigur-
björnsson eigandi Skiparadíós en fyr-
irtccki Itans keypti laust fyrir síðustu
áramót fyrirtcekið Raflnís en fyrir-
taekin eru áfram rekin aðskild en
samkeyrð verkstœðisþjónusta og
starfsmannahald.
Rafhús hefur söluumboð fyrir jap-
anska fyrirtækið JRC en um síðustu
áramót hóf þetta fyrirtæki sókn að
nýju inn á Evrópu- og Ameríkumarkað
eftir nokkurt hlé. Arnar segir að ekki
einasta byggist sókn JRC á enn meira
úrvali vandaðri tækja fyrir fiskiskip og
báta heldur sé jafnframt boðið lægra
verð. Allt þetta undirstriki hversu
mikla hlutdeild JRC ætli sér að ná og
halda í Evrópu og Ameríku á siglinga-
og fiskileitartækjum.
Frá áramótum segir Arnar að mesta
salan hafi verið í JRC tækjum fyrir
minni báta en Japanarnir hafa
einfaldlega ekki haft undan að
framieiða tæki.
„JRC er líka að bjóða nýja og góða
línu fyrir smábátana og þar á meðal er
Htill og nettur hattur sem sameinar
móttöku á GPS merkinu og leiðrétting-
arbúnað. Allt er þetta í þá átt að tækin
verða minni en veita samt meiri upp-
lýsingar. Þessa smábátalínu höfum við
Dœmi um hvernig neðansjávarradar frá
Wesmar vinnur. Hér getur skipstjórnandi
bæði fylgst með undir skipinu og fyrir
framan það.
íslenskað þannig að allt skjáletur er
íslenskt en við höfum alltaf lagt mikla
áhersiu á að menn geti unnið á sín
tæki á móðurmálinu," segir Arnar.
Góð reynsla af
neðansjávarradar frá Wesmar
„Síðan höfum við líka verið að selja
hjá Skiparadíó athyglisverðan neðan-
sjávarradar frá Wesmar en að mínu
mati er neðansjávarradar ekki síður
mikilvægur en ofansjávarradar. Reynsl-
an af þessu tæki síðan það kom á
markaðinn í desember er mjög góð en
tækið hefur m.a. verið reynt í línuskipi
sem er á veiðum allt að 1000 föðmum
og þá er hægt að nota tækið sem dýpt-
armæli. Notkunarmöguleikarnir eru
mjög miklir því sónarinn skilar þver-
sniði af botninum og sýnir iíka 1000-
3000 metra fram fyrir sig og til hliðar.
Við erum að setja tæki af þessari gerð í
nótaveiðiskipið Börk og þar verður það
notað til nótaveiða. Þar er um að ræða
hátíðnitæki en þetta er lágtíðnitæki í
línubátnum. Munurinn þar á er að há-
tíðnin dregur styttra en gefur aftur á
móti skýrari mynd af því sem sónarinn
sér. Menn eru að fá mjög góðar myndir
á þessum tækjum og Wesmar er líka
með trollsónar, sem einnig verður sett-
ur í Börk. Við getum eiginlega sagt að
með trollsónarnum sér skipstjórinn
lóðningu 1000 metra fyrir framan sig
og getur stýrt torfunni milli hleranna
og síðan sést torfan koma á skjánum
inn í trollið á neðri mynd í tvískiptum
skjá. Þetta er eiginiega farið að minna á
stýringu á tölvuspili," segir Arnar.
GDMSS kerfið að nálgast
Skiparadíó hefur að undanförnu sett
niður svokallað JLN-627 straumlog frá
JRC í nótaveiðiskip, t.d. í Huginn VE-
55 í Vestmannaeyjum og einnig fer
slíkur búnaður í Börk NK. Með þessum
búnaði er hægt að mæla straum undir
skipunum en þetta er sérstaklega mikil-
vægt fyrir nótaveiðiskipin, að sögn
Arnars. Straumlog sýnir líka fjögurra
stefnu dýptarmæli á fjórskiptum skjá.
Annar búnaður sem Arnar segir að
sé að ryðja sér til rúms er fyrir GDMSS-
fjarskiptakerfið en búnaður fyrir það á
að vera kominn í öll skip fyrir ársbyrj-
un 1999. Arnar segir að í stærri breyt-
ingum, eins og t.d. með nótaveiðiskip-
ið Börk noti menn tækifærið og setji
þennan búnað en mikilvægt sé fyrir
menn að fara að hugsa sinn gang fyrr
en síðar því kerfið verður iagaskylda
um allan heim í ársbyrjun 1999 og af-
greiðslufrestur á tækjum er þegar tek-
inn að lengjast.
NGAIU 91