Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 93

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 93
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Ögmundur Friðriksson við tœkin í verslun Friðriks A. Jónssonar ehf. Öll þessi tœki og fleiri til er að fmna í brúm nútíma fiskiskipa. FríðrikA. Jónsson ehf: Farsæl samfylgd með Simrad-tækj unum ¥7 aðir minn stofnaði fyrirtœkið JT árið 1942 í kringum sölu á kvik- myndavélum og öðru slíku en fljót- lega þróaðist starfsemin út í búnað tengdum sjávarútvegi og á þeitn grunni hefur Friðrik A. Jónsson eltf. starfað síðan," segir Ögmundur Frið- riksson, framkvæmdastjóri og eigandi Friðriks A. Jónssonar ehf. Eftir seinna stríð var uppgangur í sjávarútvegi á íslandi og á þeim tíma hófst sú tækjaþróun sem síðan hefur staðið og ekki sér fyrir endann á. I þessu umhverfi byggði Friðrik A. Jóns- son upp þjónustu sína við greinina og byrjunin var sala á sónar- og radartækj- um. „Hann setti niður fyrsta radarinn í íslenskt skip og sá búnaður þótti bylt- ingarkenndur. Á þessu skipi var settur pappi fyrir gluggana og siglt inn í höfnina í Reykjavík eftir radarnum og það þótti mönnum undur og stór- merki," segir Ögmundur en þau tæki sem Friðrik A. Jónsson byrjaði að selja á þessum árum voru af gerðinni Simrad og það vörumerki hefur alla tíð fylgt fyrirtækinu síðan enda fyrirtækið aðal umboðsaðili á íslandi. „Fyrst hét þetta fyrirtæki Simonsen- radio eftir eigandanum, Willy Simon- sen. Sá hafði notað sónartæki til kaf- bátaleitar i stríðinu og þar byrjaði áhugi hans á framleiðslu tækja í þessa veru. Upp úr þessu varð Simrad til og er í dag orðið stórfyrirtæki með starf- semi í mörgum löndum og framleiðsl- an nær yfir öll þau tæki sem skip þurfa að hafa í brúnni í dag," segir Ög- mundur. Sá grunntækjabúnaður sem nauð- synlegur er í fiskiskipum nútímans er fiskileitartæki, staðsetningartæki, dýpt- armælar, fjarskiptatæki, ratsjár og höf- uðlínusónar. Stærstan hluta þessa bún- aðar segist Ögmundur geta boðið frá Simrad en auk þess hefur fyrirtækið uppá að bjóða t.d. ís- og ljóskastara frá Norselight, Vingtor-kallkerfi og Robin- son-sjálfstýringar. „Til viðbótar við föstu tækin um borð eru menn með varabúnað til að grípa ef eitthvað bregður út af, sér í lagi ef menn eru að fara á fjarlæg mið í langt úthald. Búnaðurinn í skipunum er þannig mjög mikill í dag," segir Ög- mundur en segist aðspurður ekki telja að kostnaður útgerðanna vegna tækj- anna sé hlutfallslega meiri í dag en á árum áður. Fyrirtækið hefur á sínum snærum tæknimenntað starfslið sem bæði sér um sölu tækjanna, leiðbeiningar um notkun og í þeim tilfellum sem við- skiptavinir óska eftir hönnun kerfa um borð er ieyst úr þeim óskum. Á árum áður var oft farið á sérútbúnum bílum um landið þar sem notkun Simrad- tækjanna var sýnd og í tvígang hefur komið hingað til lands bátur sem út- búinn hefur verið fullkomnasta tækja- búnaði frá Simrad. „Þessu til viðbótar bjóðum við svo viðhaldsþjónustu fyrir tækin enda þýð- ir ekkert annað en bjóða viðskiptavin- um upp á örugga og góða þjónustu," segir Ögmundur. Hjá Friðrik A. Jónssyni starfa 8 starfsmenn. AGIR 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.