Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1998, Page 6

Ægir - 01.04.1998, Page 6
Frá Fiskiþingi þaim 30. tnars síðastliðinn þar sem breytingar voru gerðar á samþykktum Fiskifélags ísiands. Veigamiklar breytingar á samþykktum Fiskifélags Islands gerðar á Fiskiþingi: Tímamót í sögu Fiskifélags íslands ¥7ramhaldsfundur 56. Fiskiþiitgs X var haldinn 30. mars síðastliðinn og var meginefni þingsins að taka fyr- ir og afgreiða álit starfshóps seni skipaður var í lok Fiskþings í nóvem- ber síðastliðnum. Starfshópurinn hafði það hlutverk að móta tillögur um framtíðarhlutverk Fiskifélagsins og starfsvettvang. Lagði hópurinn fyr- ir Fiskiþing tillögur að breytingum á samþykktum félagsins sem voru sam- þykktar og hefur félagið þar með fengið breytt hlutverk. 6 ÆGIR ----------------------- Segja má að veigamesta breytingin felist í því að í stað þess að aðild að Fiskifélagi íslands eigi annars vegar fiskifélagsdeildir og hins vegar samtök í sjávarútvegi eru nú félagar í Fiskifé- lagi íslands nokkur helstu hagsmuna- samtök sjávarútvegsins. Þetta eru Far- manna- og fiskimannasamband fs- lands, Landssamband íslenskra útvegs- manna, Landssamband smábátaeig- enda, Samtök fiskvinnslustöðva, Sjó- mannasamband íslands, Verkamanna- samband íslands fyrir hönd fiskverka- fólks og Véistjórafélag íslands. Inn í samþykktir félagsins er nú komið ákvæði þar sem kveðið er á um að inn- ganga nýrra félaga sé bundinn þeim aðilum í sjávarútvegi sem starfi á landsvísu, hafi starfað í a.m.k. þrjú ár og að starfsemi umsækjenda fari sam- an við markmið Fiskifélagsins. í 2. grein nýrra samþykkta félagsins segir að tilgangur þess sé að vera sameigin- legur starfsvettvangur aðila í sjávarút- vegi með það að markmiði að auka veg og virðingu íslensks sjávarútvegs,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.