Ægir - 01.04.1998, Qupperneq 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
vegsmálum, að það þurfi að ieggja fé-
lagið niður vegna þess að það hafi
engum verkefnum að sinna sem gefi
því tekjur. Auðvitað hafa tímarnir
breyst á þessu tímabili og mörg sam-
tök orðið til sem hafa tekið við hinum
ýmsu verkefnum sem Fiskifélagið
sinnti á sínum tíma. Til þess að leggja
ekki niður Fiskifélag íslands þá hafa
menn farið að ieita leiða, eða í mínum
huga, að leita að góðum fjárfestum.
Og það er búið að finna þá til að halda
lífi í þessu félagi," sagði Kristján í
ræðu sinni.
Fiann ræddi starf fiskifélagsdeild-
anna og lýsti þeirri skoðun sinni að
ekki sé ástæða til að hafa ákvæði um
þær áfram inni í samþykktum Fiskifé-
lagsins. Kristján lagði síðan fram til-
lögu sína þess efnis að fella ákvæði um
fiskifélagsdeildirnar út úr samþykktun-
um, en hún var felld, eins og áður seg-
ir.
„Getur ekki orðið
nema af því góða“
Aðalsteinn Valdimarsson á Eskifirði
sagðist óska breyttu Fiskifélagi allra
heilla í nýju hlut-
verki. Hann
minnti á að félag-
ið hafi verið stofn-
að á sínum tíma
til að vinna ís-
lenskum sjávarút-
vegi gagn.
,,Ég vona að
með þessum
breytingum geti
félagið orðið til
þess að vinna þjóðinni í heild gagn og
halda áfram, þrátt fyrir breyttar að-
stæður, að vera sá vettvangur sem
menn geti komið með hinar ýmsu
skoðanir. Þannig verði félagið aftur
gert að þeim vettvangi sem þarf að
vera fyrir alla aðila í sjávarútvegi á ís-
landi. Þrátt fyrir að hagsmunaaðilar
hafi tekið til sín málefni sem áður
voru hjá Fiskifélaginu þá sýnist mér að
sá sameiginlegi vettvangur sem Fiski-
félagið hefur verið þurfi að vera til
áfram og að hann geti ekki orðið
nema af því góða. Skoðanaskipti,
hvort sem þau fara fram með góðu eða
með skömmum og látum eiga alltaf
rétt á sér. Við höfum öll rétt á að hafa
skoðanir á málunum og eigum ekki að
liggja á þeim úti í horni," sagði Aðal-
steinn.
„Ég óska félaginu allra heilla í fram-
tíðinni og vona að þær breytingar sem
nú er verið að gera verði til þess sem
þeir ætlast til sem að hafa staðið."
„Eigum að standa saman"
Leif Halldórsson á Patreksfirði sagðist
sannfærður um að þeir sem vinni í
sjávarútvegi á íslandi séu
undantekningalítið gott fólk sem leggi
mikið á sig fyrir sína atvinnu og
greinina í heild. Hann sagðist harma
þá umræðu sem gangi út á að aðilar
úthrópi hverjir
aðra „eins og
ótýnda glæpa-
menn," eins og
hann orðaði það.
„Ég var í 30 ár
á sjó, bæði á
gufutogurum og
bátum og gerði út
eigin báta. Ég hef
aldrei kynnst
öðru en indælu
fólki í þessu sem hefur unnið dag og
nótt að sínu. Ég botna ekkert í því
þegar verið verið er að tala um þetta
fólk eins og einhverja glæpamenn.
Hvert eigum við að leita ef við
reynum ekki að standa saman, fólk
sem er í veiðum, vinnslu, samtökum á
borði við LÍÚ, Landssambandi
smábátaeigenda og víðar? Ég mæli
með því að við djöflum þessu félagi
upp í að verða gott félag."
Fráfarandi stjórn á síðasta fundi
Fyrir Fiskiþing þaim 30. mars síðastliðinn kom fráfarandi stjórn Fiskifélags ís-
lands saman til síðasta fnndar og var myndin tekin við það tœkifœri. Stjórnina
skipuðu:
Aftari röð frá hœgri: Flalldór Guðbjömsson, Guðjón A. Kristjánsson, Pétur
Bjantason, Ágiist Elíasson, Örn Pálsson, Helgi Laxdal og Elínbjörg Magnúsdóttir.
Fremri röð frá hœgri: Kristján Loftsson, Einar K. Guðfinnsson, formaður, og Bjarni
Kr. Grímsson, fiskimálastjóri.
Á myndina vantar eftirtalda stjómarmenn: Jóhann Þór Halldórsson, Magnús
Magnússon, Hjört Gíslason og Hóhngeir Jónsson.
Aðalsteinn Valdi-
marsson.
AGIR 9