Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1998, Page 14

Ægir - 01.04.1998, Page 14
Sveinbjörn Jónsson, trillukarl á Súgandafirði, hefur að tómstundaiðju að reikna út vöxt og viðgang þorskstofna: Aukum of oft á sveiflurnar með röngum ákvörðunum TF^orskstofhar eru langlífir, fiskar JT geta orðið 20-30 ára gawlir og ef breytingar verða á lífsskilyrðuw þeirra þá geta þœr verið mjög fljótar að koma fram í stofnstœrð. Með öðr- utn orðum þá geta rangir lilutir sem framkvcemdir eru ofan í ranga þróun haft mikil áhriftil liins verra en geri menn rétta hluti á réttum thna þá má leiðrétta vitleysuna mjög hratt," segir Sveinbjörn Jónsson, trillukarl á Súgandafirði, sem liefur það að nokk- urs konar tómstundaganini á undan- fórnum árum að sökkva sér ofan í út- reikninga um vöxt og viðgang fiski- stofna. Sér í lagi hefur Sveinbjörn reiknað lít framleiðslugetu norska Jtorskstofhsins og nýtt til þess gögn frá Noregi og hafa kenningar hans fengið athygli þar í landi, nú síðast með heilsíðugrein í norska blaðinu Fiskaren. „Norðmenn hafa náð hvað lengst í gagnaöflun og þess vegna valdi ég að skoða þróun norska þorskstofnsins. Norðmenn sveiflast reglulega milli svartsýni og bjartsýni varðandi þorsk- veiðarnar og það helgast að mínu mati af því að menn hafa alltof mikið, líkt og hér á íslandi, verið að horfa á heildarþunga veiðistofns. Þegar ungir árgangar vaxa inn í hrygningarstofn eða veiðistofn þá vigta þeir tiltölulega mjög mikið og þegar slíkir árgangar eru að koma inn þá verða menn mjög bjartsýnir og sjá mjöguleika til auk- inna veiða. Gallinn er sá að þessir ár- gangar eru ekki byrjaðir að skila lífs- 14 MCm ------------------------ . *■ * Sveinbjörn Jónsson. um tilfellum séu geðsveiflur okkar mannanna í mati á kringumstæðum á eftir raunverulegri þróun í þorskstofn- unum. Stofninn sjálfur er kominn á allt annan feril en við höldum og þannig tel ég algengara en hitt að viðbrögð okkar geri illt verra," segir Sveinbjörn. Bregðumst rangt við smáfiskinum Sveinbjörn er ekki sammála íslenskum reglum um smáfiskavernd og telur að þær geri sveiflur í þorskstofninum stærri en þær þyrftu að vera. „Þetta helgast af því að þegar öflug- ur nýliðunarárgangur kemur inn í veiðistofn þá getur hann verið 30-50% af þunga veiðistofnsins. Tökum sem dæmi að 300 milljónir nýliða komi inn í veiðistofn og verði 400.000 tonn „Tel að smáfiskavernd á kostnað stœrri fiska sé oftast neikvæð og að stundum vœri hœgt að auka framleiðslugetu stofns mjög hratt með verndun stórfiskjar." skyldu sinni á þeirn aldri og þegar svo svartsýnisköstin eru að byrja þá eru þessir árgangar nýbúnir að gera sitt besta og eru að leggja grunninn að góðri nýliðun. Ég tel að í alltof mörg- fjögurra ára. Ef menn ætla að vernda það allt, sem flytur með sér 100 þús- und tonna sókn samkvæmt aflaregl- unni, þá þýðir það 50-100% aukningu á sókn í árgangana fyrir ofan. Við út-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.