Ægir - 01.04.1998, Page 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
fisk. Það segir mér að það séu tiltölu-
lega fáir stórir fiskar að éta marga litla.
Smáfiskurinn er á hinn bóginn illa
haldinn. Ég vil því að við þessu sé
brugðist með því að veiða af þessum
smáfiski en vernda þennan fisk sem
sýnist vera vel haldinn."
„Vil horfa
búrænt á fiskveiðar"
Aðspurður segist Sveinbjörn fyrst og
fremst hræddur um að dregnar verði
of stórtækar ályktanir og ákvarðanir
teknar í framhaldinu, út frá því
ástandi sem nú sé í þorskstofninum
við ísland.
„Það hafa allir eitthvað til síns máls
í umræðunni um þróun í fiskistofnun
og það er engin ein hugsun sem er ná-
kvæmlega rétt. Ég vil horfa búrænt, ef
svo má segja, á fiskveiðar en við verð-
um á sama tíma að gera okkur grein
fyrir að við þekkjum ekki til hlýtar
þetta fjárhús sem við erum að vinna í.
Óvissuþættirnar eru margir og við
verðum að taka þeim opnum huga og
komast að niðurstöðu sem gott sam-
komulag er um. Menn vita mjög mik-
ið um þorskinn við ísland en hann er
bara svo skemmtilegt sköpunarverk að
það má finna margar óvissuhliðar sem
þróun hans tengist. Við verðum að
hugsa af mikilli virðingu um hvað
þorskurinn er fær um, eiginleikar
þessa fisks eru svo merkilegir þegar
maður fer að skoða hann betur. Þess
vegna finnst mér mjög varasamt að
við segjumst vita allt um þorskinn og
skiljum hegðun hans."
Ekki vonsvikinn trillukarl
af Vestfjörðum
Sveinbjörn viðurkennir að hann hafi
oft fengið þá spurningu hvort vanga-
veltur hans um þorskinn snúist ekki
bara um að hann sé vonsvikinn trillu-
karl af Vestfjörðum sem vilji drepa
smáfisk. „Ef mínar hugmyndir um
stofnformsfiskirí væru notaðar þá yrði
hlutfall stórfiskjar í aukinni veiði
hærra en það er í dag. Þetta kæmi því
best við þau svæði sem búa við mest-
an stórfisk. Ég væri þar með ekki góð-
ur Vestfirðingur ef þetta sjónarmið er
notað sem rök gegn mínum hug-
myndum. Skýringin á því að ég velti
þessum málum mikið fyrir mér er
ákveðin forvitni og síðan tengist þetta
minni atvinnu. Ég skal samt viður-
kenna fúslega að það hafa verið leidd-
ar ákveðnar hörmungar yfir byggðar-
lög í þessu þjóðfélagi í gegnum áratug-
ina og mér finnst augljóst að það hafa
verið gerð mistök gagnvart byggðar-
lögum og einstaklingum. Samt mega
menn ekki berja hausnum við stein en
geri menn það þá held ég áfram að
hugsa og skrifa," segir Sveinbjörn
Jónsson.
S/ómenn og útgerðotmenn othugið!
Rekum uppboðsmarkaði í öllum höfnum Snæfellssness.
r
Utvegum löndun, ís og umbúðir.
Eigum ávallt fyrirliggjandi flestar tegundir beitu s.s. síld, smokkfisk, kúffisk,
gerfibeitu(ýsubeitu), loðnu og fljótlega einnig frosið síli.
Einnig seljum við ýmsar rekstrarvörur t.d. ábót, baujur og belgi.
Ávallt til þjónustu reiðubúnir.
:ISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR
Sími: Arnarstapi 435 6777 • Rif 436 6971 • Ólafsvik 436 1646,436 1647 • Crundarfjörður 438 6971 • Stykkishólmur 438 1646
Fax: 435 6797 436 6972 436 1648 438 6971 438 1647
GSM 896 4746 1 893 6846
ÆGIR 17