Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1998, Page 20

Ægir - 01.04.1998, Page 20
REVTINGUR Tæknidagur í rækju- og hörpudiskvinnslu Tæknidagur Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda verður hald- inn á Húsavfk 8. maí næstkomandi. Markmiðið með þessari dagskrá er að gefa þeim sem selja rækju- og hörpudiskframleiðendum vöru og þjónustu kost á að kynna það sem þeir hafa fram að færa, jafnframt því að efla kynni og tengsl þessara aðila við framleiðendur. Þjónustuaðilum stendur til boða aðstaða til að láta liggja frammi kynningarefni og taka á móti við- skiptavinum. Þá verður möguleiki til fyrirlestrahalds fyrir þá sem það vilja nýta sér. Hugmyndin er að bjóða til skoðunarferðar í rækju- vinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og um kvöldið verður sameigin- legur kvöldverður. Skráning er hjá skrifstofu Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda fram til föstudagsins 24. apríl. Hver kannast ekki viö þá kennningu að þœfð ullarfót séu það besta sem menn geti klœðst þegar þeir fara til sjós. Flestir kannast við að hafa heyrt þessa getið og víst er að íslensku ullarfótin halda enn þann dag í dag vinsœlduin sínum lijá sjómönnum. Bryndís Eiríksdóttir, frainkvaundastjóri Handprjóna- sanibands íslands, segist hafa á tilfinningunni að ullarfótin haldi vinsceldum sínum hjá sjómönnum, þrátt fyrir að vera í harðri baráttu við flísefnin, sem nijög eru í tísku um þessar inundir. „Það er ullin hefur fram yfir flísefn- in er að hún er hlý þrátt fyrir að blotna en flísefnin verða strax köld. Þegar fram kemur tískufyrirbrigði, eins Bryndís Eiríksdóttir, umvafin ullarflíkum. Islenska ullin stendur enn fyrir sínu á sjónum og flísefnin eru, þá ýtir fólk í fyrstu frá sér þeim staðreyndum sem löngu eru kunnar varðandi íslensku ullina. Flís- efnin eru þægileg efni að umgangast en þegar komið er að grunnþáttunum þá hefur ullin vinninginn," segir Bryn- dís. Aðspurð hvort hún verði mikið vör við sjómenn í verslun Handprjóna- sambandsins þá segir hún erfitt að greina þá úr viðskiptamannahópnum. Einna helst sé merkjanlegt þegar er- Iend skip komi til hafnar á höfuðborg- arsvæðinu að sjómenn komi til að kaupa lopapeysur. „Það er alltaf verið að þróa úrvinnsl- una á ullinni, bæta útlit á ullarflíkum og annað slíkt. Samt sem áður breyt- um við kannski ekki því atriði sem flestir kvarta undan, þ.e. að ullarflík- urnar stingi. Sauðkindin hefur í gegn- um aldirnar þróað þessa ull sem hent- ar henni best og því fáum við ekki breytt og verðum að aðlaga okkur þessari vöru," segir Bryndís. Aðspurð um sölu á ullarfatnaði segir Bryndís hana nokkuð háða tískusveifl- um, líkt og í öllu öðru. „En það er alltaf ákveðinn hópur, líkt og sjómennirnir, sem halda áfram að versla ullarvörur. Hins vegar finn- um við fyrir því að það er tískan sem verður að fylgja eftir. Það er líka gaman að segja frá því að nú eru hönnuðir að taka inn í hönnun sína þæfða ull en það þekkja margir vel hversu mikið skjól er í vel þæfðum ullarflíkum. Einna síst er þæfð ull orðin þekkt meðal ungs fólks í dag en ég er mjög spennt að sjá hvernig hún kemur til með að verða notuð sem hluti af tískunni," segir Bryndís. 20 AGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.