Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1998, Síða 29

Ægir - 01.04.1998, Síða 29
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI Reykjanes eða austan við Horn. Lengd- ardreifingin sýnir að töluvert var af smáum þorski (minni en 60 cm) en samkvæmt sýnatöku sem fram fór samhliða merkingum var allur þorsk- urinn kynþroska. Mynd 4c sýnir endurheimtur úr merkingum á kynþroska fiski út af Ólafsvík 1996. Þessar endurheimtur sýna útbreiðslu á merkingarstað og á beitarsvæði út af Vestfjörðum. Þessi fiskur virðist ekki leita mikið á Flák- ann, ólíkt því sem Grundfirðingarnir gera og endurheimtustaðirnir út af Vestfjörðum eru á innan við 100 m dýpi. Mynd 4d sýnir heildarútbreiðslu endurheimta úr merkingum á ókyn- þroska þorski við utanvert Snæfellsnes (Svörtuloft, Öndverðanes, Sandabrúnir og Skarðsvík) 1993. Ókynþroska þorsk- ur á þessum slóðum hefur nokkuð aðra dreifingu en kynþroska fiskur eft- ir myndinni að dæma. Fyrstu árin er hann mest á sama stað en fer síðan að veiðast lengra frá merkingarstáð bæði í norður og vestur, út af Vestfjörðum, Faxaflóa, Reykjanesi og jafnvel út af Suðausturlandi. Vitað er að uppeldi- svæði þorsks er víða um Breiðafjörð og ekki er víst að þetta mynstur sé dæmi- gert fyrir ungþorsk annars staðar í firð- inum. Mynd 5 sýnir útbreiðslu endur- heimta úr Grundarfjarðarmerkingun- um eftir mánuðum. Mikill fjöldi merktra og endurheimtra þorska gefur möguleika á að hluta gögnin niður eft- ir mánuðum. Á myndinni sést hvernig fiskurinn leitar á hrygningarstöðvarn- ar fyrri hluta árs. Flestar endurheimtur sem fást í apríl eru nálægt eða á merk- ingarstað. Undantekningar frá þessu eru nokkrar endurheimtur sem koma fram í suðausturhluta Faxaflóa í mars og apríl. í júlí virðist hann vera búinn að dreifa sér í leit að æti á svokölluð- um beitarsvæðum. Síðan endurtekur sagan sig í febrúar þegar hann byrjar að nálgast hrygningarsvæðið aftur en mesta farið á honum til hrygninga- stöðvanna er í mars. Tafla 4 sýnir hlutföll af endurheimt- um úr Breiðafjarðarmerkingum (1993 til 1997), sem fást á mismunandi svæðum á tveimur tímabilum. Á fyrra tímabilinu, mars - maí, fást 80% end- urheimtanna á Breiðafirði en aðeins smávægilegt magn á öðrum slóðum nema Faxaflóa 14% (10 í mars, 2 í apr- 0 og 1 í maí). Utan hrygningartíma eru um 70% af endurheimtunum í Breiðafirði um 20% á Vestfjarðamið- um og 5% í Faxaflóa. Hér að framan hefur verið fjallað um endurheimtur úr merkingum í Breiðafirði. Tölvert emdurheimtist einnig í Breiðafirði úr merkingum annars staðar. Þannig eru 20% af end- urheimtum sem fást á Breiðafirði og Breiðafjarðarmiðum á þessu tímabili úr merkingum annars staðar við land- ið. Hins vegar er ekki vitað til að nein merki hafi endurheimtst í Grundar- firði sem ekki voru merkt þar. Ein aðferð til að athuga hvernig fari milli þessara svæða er háttað er að reikna meðalfjarlægð milli merkingar og endurheimtustaðar eins og sýnt er fyrir Grundarfjarðarmerkingarnar á mynd 6. Eins og myndin sýnir er fjar- lægðin minnst í apríl en mest í desem- ber. í mars og maí er endurheimtur fiskur yfirleitt nálægt hrygningar- stöðvunum (mynd 6). Fiskar sem end- urheimtust á Halanum í mars og fyrir sunnan land í maí, auka meðalfjar- lægð í þessum mánuðum nokkuð. Umfjöllun í Breiðafirði eru víðáttumikil svæði þar sem hefðbundin netaveiði hefur verið stunduð á vorin undanfarna áratugi. Þorskur sem veiðist í net á þessum tíma er aðallega kynþroska þorskur og verulegt magn virðist vera af hrygn- ingarþorski á þessum slóðum. Þegar skoðaðar eru niðurstöður bæði gamalla og nýrra merkinga er hægt að draga saman eftirfarandi REVTINGUR Lítil rækjuveiði hjá Norðmönnum á Flæmska hattinum Norðmönnum þykir eftirtekjan eftir rækjuveiðar á Flæmska hattin- um í fyrra heldur rýr. Á árabilinu 1993 til 1996 var afli norskra togara á svæðinu að meðaltali 7200 til 9500 tonn en í fyrra var aflinn tæp 2000 tonn. Norðmenn hafa þannig svip- aða sögu að segja af veiðum á svæð- inu eins og Islendingar en það voru Færeyringar sem veiddu mest á Flæmska hattinum í fyrra, rúmlega 7300 tonn. Á árabilinu 1993 til 1997 veiddu Færeyingar samtals 37111 tonn á svæðinu, fslendingar 39577 tonn og Norðmenn 35301 tonn. Aðrar þjóðir voru með mun minni afla. Breytt mynstur í hjá Japönum Talið er að mynstur í kaupurn Japana á sjávarfangi geri að verkum að ekki sé hægt að li'ta á Japan sem jafn öruggan og vaxandi markað fyr- ir sjávarafurðir og áður. Margt kem- ur til. Bæði hefur titringurinn í pen- ingamálum í Austur-Asíu gert að verkum að japanskir neytendur eru varkárari og verja síður peningum til kaupa á fiski. Þá virðist inn- kaupamynstrið líka að vera að breytast á þann hátt að Japanir gera stærri innkaup í einu í stað daglegrar verslunar. ÁGIR 29

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.