Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1998, Qupperneq 30

Ægir - 01.04.1998, Qupperneq 30
£ 'O m m t jan feb mar apr maí jún júl ág sep okt nóv des mánuður Mynd 6. Merkingar hrygningarþorsks í Grundarfuði. Meðalfjarlœgð endurheimtra fiska frá merkingarstað. heildarmynd af þorski sem er á Breiða- fjarðarsvæðinu. Bæði eldri merkingarnar og þær sem gerðar eru eftir 1990 sýna að tölu- vert af þorski á þessum slóðum er göngufiskur. Þessi fiskur er líklega á leið til eða frá hrygningarstöðvum sunnan Reykjaness eða í Faxaflóa. Sér- staklega fæst göngufiskurinn utarlega í firðinum, við Snæfellsnesið utanvert eða á Breiðafjarðarmiðum. Eitthvað af þessum þorski kemur við í fæðuleit t.d. utarlega á Flákanum. Eldri merk- ingar virðast sýna meira af göngufiski á þessum slóðum Oón Jónsson 1996), en merkingar eftir 1990 (þessi grein). Hlutfallslegt magn af gönguþorski og þeim sem á hrygningarsvæði í Breiða- firði er örugglega mjög breytilegt. Niðurstöður merkinganna eftir 1990 sýna að mest af þeim þorski sem merktur var á hrygningarsvæðum er staðbundinn að því leyti að hann sæk- ir aftur til sörnu svæða innan fjarðar- ins á hrygningartíma, eins og dæmið um endurheimtur merkinganna í Grundarfirðinum sýnir. Þessi tryggð við hrygningarsvæði er ekki eins- dæmi. Áður hefur komið fram að nið- urstöður merkinga Jóns Jónssonar á hrygningarþorski á Selvogsbanka sýna mjög sterklega tryggð við hrygningar- svæðin þar (Jón Jónsson 1996). Merk- 30 AGIR ------------------------- ingar eftir 1990 á hrygnandi þorski í Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Gunnólfs- vík, Þistilfirði og Eyjafirði hafa allar sýnt tryggð við hrygningarstöðvar í mars og apríl (V.Þ. & G.M. 1992 V.Þ. & G.M. 1993). Erlendar merkingartil- raunir á þorski, t.d. í Kanada og í Nor- egi sýna sama atferli (Taggart og fl. 1995, Godö 1983). '1 oluvert af þorski frá Breiðafirði fer út fyrir heimasvæði sitt í fæðuleit, sér- staklega út af Vestfjörðum og inn í Faxaflóa. Mjög lítið af honum fer suð- ur fyrir Reykjanes. Jafnframt fæst lítið af þorski af hrygningarsvæðunum sunnan við Reykjanes í innanverðum Breiðafirði. Sá þorskur þarf að ganga um Breiðafarðarmið til að komast á eitt af aðalbeitarsvæðum sínum út af Vestfjörðum og kemur oft fram nálægt Snæfellsnesi utan Ólafsvíkur. Breiðafjarðarsvæðið er líka mikil- vægt uppeldissvæði þorsks. Ókyn- þroska þorskur fæst oft í miklu magni í firðinum. Smáþorskur sem merktur var við utanvert Snæfellsnes, virðist að einhverju leyti ganga út úr firðinum er hann stækkar en ekki hefur verið hægt að sýna fram á tengsl hans við hrygn- ingarsvæði og líklega þarf mun um- fangsmeiri merkingar á smáþorski í Breiðafirði til að rannsaka hvert hann gengur þegar hann verður kynþroska. Þakkir Merkingarnar 1993 til 1997 eru að nokkru til komnar vegna áhuga sjó- manna við Breiðafjörð á þessum mál- um, en Óttar Guðlaugsson skipstjóri á Auðbjörgu SH 197, reið á vaðið í mars 1993 með því að bjóða dragnótabát sinn frítt í merkingaleiðangur í Grundarfirði. Merkingar í Breiðafirði eftir 1990 hófust með þessu framtaki. Einnig ber að þakka þeim fjölmörgu sjómönnum og starfsfólki í fiskvinnslu sem skilað hafa okkur merkjum ásamt góðum upplýsingum. Án áhuga þeirra og árvekni myndu merkingarnar ekki skila árangri. Heimildir Godo, Olav Rune. 1983. Migration, mingling and homing of north-east Arctic cod from two separated spawning grounds. Pp 289-302 In: Proceedings of the Soviet-Norwegian Symposium on Reproduction and Recruitment of Arctic cod. Jón Jónsson 1996 a. Göngur þorsks og ýsu við ísland. Niðurstöður merkinga á árunum 1948-1986. Hafrannsóknir, 50, 1-96. Jón Jónsson 1996 b. Tagging of cod (Gadus morhua) in lcelandic waters 1948- 1986 and Tagging of haddock (Gadus aeglefinus) in lcelandic waters 1953- 1965. Rit Fiskideildar, 14(1), 1-108. Lúðvík Kristjánsson 1982. íslenskir sjávarhættir II. Menningarsjóður. Taggart, C.T., P.Penney, N. Barrowman and C. George. 1995. The 1954 -1993 Newfoundland cod-tagging database: statistical summaries and spatial-temporal distributions. Canadian Technical Report of Fisheries and Aquatic Sciences 2042:441 p. Vilhjálmur Þorsteinsson 1997. Raf- eindamerki skrá ferðir fiska. Fiskifréttir 46. tbl. bls 8. Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Mareinsdóttir 1992. Þorskmerkingar við Norðaustur- og Austurland vorið 1991 og endurheimtur sama ár. Ægir, 85, 60-64. Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Mareinsdóttir 1993. Þorskmerkingar. Ægir, 86. 92-100.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.