Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 32

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 32
að síður þótti Friðriki bera vel í veiði. Hann falaðist eftir skipinu og fékk það og hélt að því búnu norður í Eyjafjörð. Mágur hans, Anton Sigurðsson, bóndi í Arnarnesi, mun hafa lánað honum nokkurt fé og sagan hermir, að Edvald Moller, verslunarstjóri Örum & Wulffs á Akureyri hafi lánað honum það timbur sem hann þurfti til viðgerðar á skipinu. Þorsteinn á Skipalóni léði honum Orra til að flytja timbrið til Raufarhafnar og um veturinn 1853-'54 vann Friðrik ósleitilega að smíðunum og tókst að ljúka þeim um vorið. Þá sigldi hann Mínervu inn á Eyjafjörð og hóf að gera hana út til hákarla- veiða. Lánaðist útgerðin vel og gekk Mínerva til veiða frá Hjalt- eyri áratugum saman og reynd- ist mesta happafleyta. Endalok skipsins urðu þau að það rak á land á Hjalteyri árið 1915 og var rifið þar. Voru þá liðnir u.þ.b. átta áratugir frá því það var fyrst smíðað, en liðlega sex frá því Friðrik keypti hróið í fjörunni á Raufarhöfn. Framtak þeirra Friðriks og Þorsteins varð öðrum hvatning til dáða og á næstu árum fjölgaði ört þilskipum við Eyjafjörð. Var þá ýmist að menn settu þiljur í opin skip, eða að þeir keyptu og létu smíða ný skip erlendis, í Danmörku eða Noregi. Árið 1864 voru þilskip við Eyjafjörð, í Siglufirði og Fljótum orðin alls 26 og 32 árið 1869, öll í eigu bænda. Eftir það mun þeim ekki hafa fjölgað að mun. Skiptapar voru hins vegar tíðir og slysfarir miklar á þessum árum, en ávallt tókst að fylla í skörðin og hélst stærð flotans í líku horfi á meðan hann var að mestu í bændaeign. Fyrst í stað var miðstöð þilskipaút- gerðar Norðlendinga við vestanverðan Eyjafjörð, en fluttist síðan yfir í Höfða- hverfi og þar var útgerðin mest á 7. áratug 19. aldarinnar. Víðar var þó gert út og á tímabilinu frá því um 1860 og fram um 1880 gengu þilskip til veiða úr Hrísey og af Látraströnd, af Árskógsströnd, úr Ólafsfirði, Héðins- firði, Siglufirði og Fljótum. Heimta jafnvel sykur ■ kaffið! Hákarlaveiðarnar voru undirstaða út- vegsins og fór ekki hjá því að umsvifin yllu nokkrum breytingum á högum fólks og kæmu róti á samfélagið. Veið- arnar færðu mörgum meiri auð á skömmum tíma en menn höfðu áður átt að venjast og vaskir menn sóttust eftir því að komast í skipsrúm á há- karlaskútunum. Þótti mörgum sveita- bóndanum illt að sjá á eftir dugmikl- um vinnumönnum á sjóinn og spunnust af nokkur blaðaskrif um „skaðsemi" hákarlaveiðanna fyrir sam- félagið. Þótti og mörgum góðbóndan- um að á skútunum vendust menn á alls kyns óþarfa, sem þeir heimtuðu svo áfram ef þeir réðu sig í vinnu- mennsku. Lét einn þeirra, sem skrif- uðu í blöð þessa tíma, svo um mælt, að ekki væri nóg með að hákarla- menn, sem réðu sig í vinnumennsku, heimtuðu kaffi tvisvar á dag heldur vildu þeir fá sykur út í það! Þegar á allt er litið, mun þó sönnu næst, að á hákarlaskipunum hafi menn ekki lifað við neina ofrausn. Flestir höfðu með sér skrínukost að heiman en fiskur var soðinn á kabyss- um, og sjálfsagt hafa menn fengið meira af kaffi, skonroki og brennivíni en algengt var til sveita. Stafaði það ekki síst af því að vistin á hákarlaskip- unum var tíðum kalsöm, og sumir þurftu að hressa sig oftar en aðrir. Hákarla-Jörundur Af mörgum hákarlamönnum gengu miklar sögur og urðu þær þeim mun skrautlegri, sem söguhetjan var afla- sælli og harðsæknari. Fáir munu þó hafa orðið jafnmörgum söguefni og „Hákarla-Jörundur" Jónsson í Hrísey. Af honum skráði Gils Guðmundsson eftirfarandi sögu í Skútuöldina: Það mun Imfa verið á þeim árum, er Jörundur var skipstjóri á Hermóði, að hafþök af ís lágu fyrir öllu Norðurlandi wn það leyti, sein hákariaveiðar skyldu hefjast. Biðu sjómenn þess albúnir að leggja á tniðin strax og ísinn lónaði frá landi. En á því vildi verða nokkur bið að þessu sinni. Tóku ýmsir að gerast óþreyjufullir eins og vonlegt var, þar sem ekkert var gert nema étnar upp matarbirgðir, án þess að neitt hefðist í aðra hönd. Að lok- um rann þó upp sú stund, að eitt- hvað tók að losna um ísinn. Fyrstu nóttina, sem hœgt var að smeygja sér vestur með annesjum, setti Jör- undur upp segl og fór undir stýri. Fékk hann leiði gott og létti ekki fórinni fyrr en komið var á há- karlamið út af ísafjarðardjúpi. Þar var ís- laust með öllu, þótt allar bjargir vœru bannaðar á slóðum Norðlendinga. Þama fékk Jömndur góða aflahrotu, sigldi síðan inn á ísafjörð og losaði skipið. Var hann þá kátur mjög, sem vonlegt var, svo og menn hans allir. Engir vom þeir félagar bindindismenn taldir, Jörundur eða há- setar hans. Drukku þeir allir daglega, meðan þess var auðið. Skyldi nú ekkert skorta á veitingamar. Þegar lokið var að losa skipið, lét Jömndur flytja um borð tunnu fulla af brennivíni (120 potta), er svala skyldi þorstanum í noestu veiðifór. Segir sagan, að eftir viku hafi hann kom- ið aftur inn á ísafjörð með skútuna fidla, ~ en tunnuna tóma. Hver þeirra félaga hefur því orðið að drekka nœr 1 pott af brennivíni á dag! Meðan á þessu stóð, höfðu hin norðlenzku skipin sáralítið afl- að. Hákarlciveiðarnar fœrðu mörgum meiri auð á skömmum tíma en menn höfðu áður átt að venjast. 32 AGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.