Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1998, Síða 38

Ægir - 01.04.1998, Síða 38
utariborðs. Skrúfubúnaðurinn tengist aðalvél um gír frá Ulstein, gerð 220 með niðurfærslunni 4,6:1. Skrúfan er með stillanlegum skurði, 3 blaða frá Lion sem snýst 260 sn/mín. Þvermál skrúfunnar er 1,85 metrar og hún er í hring. Framan á aðalvél er Hytec FGT 620 deiligír með aflúttök fyrir þrjár vökva- dælur og ásrafala. Ný ljósavél frá Catepillar er í skipinu og er hún 80 KW. Rafkerfi skipsins er 3 x 220V, 50 Hz. Auk þess er skipið búið landteng- ingu um spenni, sem er 63A, 3 x 220 V. Samfösunarbúnaður er í skipinu og er hægt að keyra ljósavél með ásrafala. Gamla stýrisblaðið var endurbætt og breytt í svokallað Schiller stýri. Stýris- vélin er notuð áfram, yfirfarin af Garð- ari Sigurðssyni sem einnig afhenti nýja vökvadælustöð í skipið. f Bjarma er kælikerfi fyrir lest. Það samanstendur af einni reimdrifinni kæliþjöppu af gerðinni Dorin 41VS sem afkastar 7,5 KW við —10/+30 °C. Rafmótorinn sem knýr þjöppuna er 6 KW, 3 x 220 V. Þá eru tveir nýir kælar með rafblæstri í lest. Áfylling kerfisins er um 10 Kg af kælivökva sem er MP 39 eða R-401. Afhríming á kælum fer fram með rafmagnshitun. Vökvakerfi Vökvakerfi Bjarma er háþrýstikerfi sem vinnur á 210 bara þrýsting. Tvær vél- knúnar dælur frá Denison sem snúast 1200 sn/mín eru á deiligír aðalvélar knýja vökvakerfið. Hin stærri er tvö- föld, 2 x 140 1/mín er af gerðinni T6 DD og sú minni er 140 1/mín af gerð- inni T6D. Tvær rafknúinar vökvadælur eru í Bjarma, sú minni er 2,2 KW og 11 1/mín við 1000 sn/mín. Hin er 18 KW og 50 1/mín. Vindu- og losunarbúnaður Nýjar togvindur eru í Bjarma frá Ósey Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar á skipinu sem unnar voru hjá SKIPASMÍÐASTÖÐ ÞORGEIR 8. ELLERT HF. Undirverktakar voru Trésmiðjan Kjölur hf. og Straumnes hf., rafverktakar. Skipasmíðastöð Þorgeir 8. Ellert Hf. Bakkatún 26 • 300 Akranes Sími 431 4611 • Fax 431 1833 BJARMI BA i___________________ 38 mm

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.