Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 43

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 43
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Helstu mál og stærðir Aðalmál í dag í upphafi Mesta lengd (Loa) 55,34 m 44,71 m Lengd milli lóðlína 49,93 m 38,84 m Breidd (mótuð) 9,00 m 9,00 m Dýpt að neðra þilfari 4,30 m 4,30 m Dýpt að efra þilfari 6,70 m 6,70 m Rými og stærðir Eiginþyngd 730 tonn 527 tonn Særými við 5,6 m djúpristu 1642 tonn 1190 tonn Lestarými 745 m3 510 m3 Brennsluolíugeymar 170 tonn 106 m3 Ferskvatnsgeymar 25 tonn 15 m3 Stafnhylki (sjór) 55 tonn 29 tonn Mæling Rúmlestatala 550,75 Brl 438 Brl Brúttótonnatala 756,00 BT Nettótonn 235,00 NT Rúmtala 1812,7 m3 1503,1 m3 Skipaskrár númer 1610 Aflvísir 10.035 Áætluð bryggjuspyrna 41,5 tonn sjókjölfestu ásamt bógskrúfurými, I- forlest, II-lest og sónarklefi, III-lest, IV- lest, vélarúm og skuthylki fyrir elds- neyti. Undir lestarýmum eru botn- geymar fyrir brennsluolíu. Fremst á aðalþilfari eru geymsla og keðjukassar, nýinnréttað hjálparvéla- rúm með ljósavél og rafknúnum vökvadælum, þá fremra milliþilfars- rými, þar fyrir aftan aftara milliþilfars- rými, íbúðir og í skut er nótakassi. Fremst á efra þilfari er hvalbakur sem settur var á skipið árið 1988 og aftantil á þilfarinu er þilfarshús og brú. Aftan við þilfarshús er nótakassi. íbúðir í ísleifi eru íbúðir og klefar fyrir 14 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. í íbúðahúsi á aðalþilfari er matsalur bakborðmegin, samtengdur setustofu miðskips. Þá er eldhús, vélareisn og matvælageymslur. Stjórn- borðsmegin fremst er geymsla, dælu- og mótorrými, þá stigahús niður í vél og þar fyrir aftan eru þrír eins manns klefar og þrír tveggja manna klefar þverskips aftast. Eins manns klefi er bakborðsmegin milli matvælageymslu og tveir tveggja manna klefar eru aft- ast. Miðskips eru gangar, salerni, þvottahús og aftarlega kæli- og frysti- geymsla. í þilfarshúsi á éfra þilfari er íbúð skipstjóra með setustofu. Þar fyrir aft- an er sjúkrakléfi og klefi stýrimanns og aftast bakborðsmegin er skorsteins- hús ásamt yfirbyggðum gangi með stakkageymslu. Lestarrými Skipið var lengt árið 1993 um 16 bandabil, hvert 500 mm, eða alls 8 metra. Lengingin kemur öll fram í III- lest (miðlest) sem er innréttuð með uppstillingu og með eina lestarlúgu á milliþilfari. Il-lest og IV-lest eru inn- réttaðar sem tankar, þrír í hvorri lest með lestarlúgum á milliþilfari. Allar lestar utan I-forlest eru einangraðar með plasti og klæddar með stáli. Milli- þilfarsrýmið er tvískipt með þverskips þili við band P, sem er fremsti hluti 8 metra lengingarinnar frá 1993. Milli- þilfarsrýmin eru innréttuð með upp- stillingu. Bakki Hvalbakurinn var endurskipulagður sem vélarúm og dælurými. Hann er einangraður í hólf og gólf. Vélbúnaður Aðalvél ísleifs var rúmlega tvítug þegar henni var skipt út fyrir nýja. Gamla vélin var af gerðinni Nohab Polar, sem skilaði 1540 hestöflum við 825 sn/mín. Nýja vélin er frá Vélum og Skipum og er Wartsilá NSD af gerðinni 6R32-E, fjórgengis vél með forþjöppu og eftirkælingu. Hún er 3345 hestöfl (2460 KW) við 750 sn/mín og brennur dieselolíu. Skrúfubúnaðurinn er frá Wártsilá NSD. Skrúfugírinn er af gerðinni SCV 620-P440 með niðurgíruninni 4,55:1. Skrúfan er með stillanlegum skurði, fjórum blöðum og snýst 165 sn/mín. Þvermál skrúfunnar er 3,0 metrar og hún er í hring af gerðinni FN 3000/50. Á niðurfærslugír er aflúttak og kúp- ling fyrir ásrafala frá Leroy Sommer af gerðinni LSA52D5/4P. Hann er 1500 kVA og 440/380 V. Ný ljósavél frá Heklu var sett í skip- ið. Hún er hún frá Caterpillar af gerð- inni 3412, 12 strokka V-byggð vél með utanborðskæli og Caterpillar rafala af gerðinni SR4B sem er 500 KW og 380 V. Tvær gamlar ljósavélar voru í skip- inu. Önnur þeirra var flutt fram í nýtt vélarúm fram í bakka en hin í land. Rafkerfi skipsins er 3 x 380V, 50 Hz. Auk þess er skipið búið landtengingu um spenni og samfösunarbúnaður er fyrir rafala. Stýrisbúnaður var endurnýjaður með stýri Ulstein og stýrisvél frá Tend- ÆGTO 43

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.