Ægir - 01.05.1998, Page 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
1.400.000
1.200.000
1.000.000
800.000
600.000
400.000
200.000 -
Heildarafli Islendinga 1993-1997
Hlutfallsleg sklptlng heildarafla, helstu flokkar - afll af öllum miðum
, f
&
A\6
□ 1993
□ 1994
■ 1995
1996
1997
.íÍM.rf
\S'
mikill. Árið 1985 varð loðnuaflinn um
993 þúsund tonn og stóð það met þar
til á síðasta ári er loðnuaflinn náði um
1,2 milljónum tonna. Árið 1997 sló
þessi afli fyrri met og var hann þá um
12% meiri en á árinu 1996.
Síldaraflinn jókst í heild um 10%,
en það er Íslandssíldin sem heldur
uppi merki síldarinnar. Það er stutt
síðan Íslandssíldin fór að
veiðast aftur á hafsvæðum við
ísland. Árið 1994 veiddust
örfá tonn og á árinu 1995
veiddust um 175 þúsund
tonn. Árið 1996 voru veidd
um 165 þúsund tonn og á ár-
inu 1997 veiddust 220
þúsund tonn. íslenska sumar-
gotssíldin hefur ekki veiðst
eins vel og hefur aflamagn
hennar á síðustu árum
stöðugt dregist saman. Á ár-
inu 1997 veiddust ekki nema um 71
þúsund tonn á móti um 100 þúsund
tonnum árið á undan og 110 þúsund
tonnum árið 1995. í heild veiddust
1.621 þúsund tonn af uppsjávarfiskum
á árinu 1997 á móti 1.445 þúsund
tonnum á árinu 1996. Er það aukning
um 12%.
Afli af skel og krabba dróst saman
milli áranna 1996 og 1997 um 7.700
tonn, eða um 7%. Aflinn hafði aukist
á undanförnum árum og hafði aldrei
verið meiri en á árinu 1996. Samdrátt-
urinn nú er aðallega í rækjuafla og þá
á fjarlægum miðum, þ.e. Flæmingja-
grunni. Rækjuafli á heimamiðum jókst
hins vegar og hefur aðeins einu sinni
Aflamet íslendinga frá árinu
1996 stóð aðeins í eitt ár.
verið meiri, eða um 75 þúsund tonn
en var á árinu 1996 um 68.500
Á myndinni sem sýnir heildarafla
íslendinga á árunum 1977 til 1997
kemur skýrt í ljós að afli okkar hefur
sveiflast verulega en er þó að mestu á
þessu tímabili fyrir ofan 1.500 tonn og
fer ekki niður fyrir 1.000 tonn nema á
árunum 1982 og 1993. Þá brugðust
Ioðnuveiðarnar og voru stöðvað-
ar. Sama gerðist einnig árið 1991.
Þá sést einnig að veiðar á fjarlæg-
um miðum hafa verið að koma
inn í heildaraflann nú síðustu
árin. Þær voru árið 1993 um 12
þúsund tonn, 39 þúsund tonn
árið 1994, um 42 þúsund tonn
árið 1995 og 51 þúsund tonn árið
1996. Samdráttur varð svo í
þessum veiðum árið 1997 og er
um 30 þúsund tonn.
Hluturtegunda
Á myndinni um tegundaskiptingu
heildarafla kemur mjög vel fram
hversu uppsjávarfiskar eru ráðandi
AGIR 15