Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1998, Page 53

Ægir - 01.05.1998, Page 53
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI áhafnar auk snyrtingar, stigahúsa og ganga. Á efri hæð í þilfarshúsi eru þrír klef- ar, skipstjóraíbúð með setustofu og snyrtingu og tveir eins manns klefar sem sameinast um snyrtingu. Á hæð- inni er tækjaklefi fyrir loftræstibúnað og fleira. íbúðir eru hitaðar með mið- stöðvarofnum sem nýta hita frá vél- um. Vélarúm og vélbúnaður Vélarúmið í Erni var stækkað aftur úr og út í nýju skipssíðurnar. Gamla káet- an sem var áður fyrir aftan vélarúm var iögð af og rýminu bætt við véla- rúm skipsins. Þá voru gömlu skipssíð- urnar fjarlægðar og vélarúmið breikk- að í samræmi við það. í vélarúmið var innréttaður vélgæsluklefi. Gömlu aðal- vélinni frá 1977 af gerðinni Alpha Diesel 1450 hestöfl var skipt út fyrir nýja. Nýja vélin er frá MAN B&W af gerð 9L38/32A og er hún skráð 3000 hestöfl við 775 sn/mín. Afl vélarinnar var fært niður í 2900 hestöfl (2134 Kw). Aftan á aðalvél er skiptiskrúfu- búnaður frá Alpha Diesel, niður- færslugír og skrúfubúnaður sem settur var í skipið í breytingunum árið 1996. Niðurgírun er 3,85:1 og skrúfan er fjögurra blaða, 2700 mm að þvermáli og snýst 201 sn/mín. Hún er ekki í skrúfuhring, sem er óvenjulegt því líklegt er að skrúfuhringur auki tog- kraft skipsins um allt að 9 tonn. Fram- an á aðalvél var settur nýr deiligír frá Hytek, gerð FCT-650/500-6HC með átta aflúttökum. Á gírnum eru nýjar vökvadælur frá Denison og Vickers fyrir vökvakerfi skipskerfa og Mornesman Rexroth dæla fyrir vökva- ffilR 53

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.