Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Síða 49

Ægir - 01.10.1999, Síða 49
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI S*VAR 1 ) •! ■ | jB ■ 1. - 1' r jL: __ jHI MIbhi H'in nýja Hríseyjarferja Sœvar EA var sjósett 12. september s.l við hátíðlega athöfn. Fyrrverandi og núverandi samgöngumálaráðlierrar, þingmenn, sveitarstjórnarmenn frá Norðurlandi eystra og stjórnendur Vegagerðarinnar, ásamt ýmsum gestum, voru viðstaddir þegar skipinu var hleypt af stokkunum. Skrokkur skipsins kom s.l vetur frá skipasmíðastöðinni Crist í Gdansk, Póllandi en um innréttingu ogfrágangsá Stálsmiðjan hf. í Reykjavík. Útrás ehf. á Akureyri hannaði og teiknaði skipið. Hin nýi Sœvar er rúmlega 149 brúttótonn, um 23 metrar að lengd og tekur 70 farþega í sœti. Skipið er nr. 10 frá Stálsmiðjunni og kemur í stað eldri ferju með sama nafni sem var smíðuð á Seyðisfirði árið 1979 og er aðeins 44 brúttótonn. Hið nýja skip er búið löndunarkrana oggetur flutt hvort sem er, gáma eða bíla á vöruþilfari. Kostnaður við smíði Sœvars er 120 til 130 milljónir. Eigandi skipsins er ríkissjóður og umsjónaraðili Vegagerð ríkisins. Skipið ergert út frá Hrísey af Hríseyjarhreppi. Tvœr áhafnir verða á skipinu með sama hœtti oggömlu ferjunni, þ.e tveir menn hverju sinni, skipstjóri og vélstjóri. Skipstjórar eru Hörður Snorrason og Smári Thorarensen og vélstjórarnir eru Gunnar jóhannesson og Bjarni Thorarensen. Ný ferja Guðbergur Rúnarsson verkfrceðingur hjá Fiskifélagi íslands skrifar Tæknideild Fiskifélags íslands AGIR 49 Guðbergur Rúnarsson

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.