Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 52
50
barnaspiivningafrœði. Og nú verður jafnframt að endurlesa samslœðu
guðspjöllin þrjú, og þá leggja hvað mesta áherslu á Matteusarguð-
spjall, pvi að mikill hluti pess er þyngri viðfangs en nokkurt hinna
guðspjallanna. fá skal og endurlesa Galalabrjefið, Korinlubrjefin og
Rómverjabrjefið. Enn fremur er nauðsynlegt að lesa kirkjusöguna alla
annað sinn.
6. misscri: Það, sem nú verður að verja allmiklum tíma til,
eru œfingar í rœðugerð; og jafnframt peim er best að lesa prjedik-
nnarfrœði. Pá verður og að ljúka við að endurlesa liin vandlesnu
rit n. lm.: Jóhannesarguðspjall og I. Jóhannesar-brjef, I. Pjelurs-brjef
og Jakobs-brjef. Því næst verður að endurlesa þessar fræðigreinir
allar: ísraels-sögu, Irúarsögu ísraels, bókmenlasögu gamlaleslamentisins,
bókmenlasögn nýjatestamenlisins, guðfrœði nýjalestamcntisins, siðfrœði
og trúfrœði. Þetta misseri eiga stúdentarnir jafnan að gera sjer að
reglu að sækja skriflcgar cefingar. Má liaga endurlestrinum eftir þeim.
í lok þessa misseris eiga iðnir og kappsamir stúdentar að hafa lokið
að fara tvívegis yíir allar námsgreinirnar. En eigi er unt að lúka
þvi, svo að viðunandi sje og veruleg kunnátta hafi fengist á náms-
greinunum, nema tíminn hafi verið einkarvel notaður og allar æfingar
vel sóttar. Reynslan mun verða sú, að ýmsir fá ekki lokið 2 Iestri
svo snemma.
7. misseri: Petta hið síðasta misseri ber að lúka endurlestri
alls þess, sem ekki hafði náðst að tvílesa á 6 misserum. — Annars
ber að verja þessu misseri til þess að lesa allar námsgreinir þriðja
sinn og glöggva sig á þeim innbyrðis; þá fer fyrst að koma eining í
þekkinguna og alt að sameinast í eina heild. Best er að þurfa þá
sem minst að koma í kenslustundir, en nota tímann svo að segja ein-
göngu til heimalesturs. Pví að nú ber jafnframt að haga lestrinum
sem upplestri undir próf.
Farsælast mun verða, að hugsa eigi til að taka próf fyr en eftir
3‘/s ár, eins og nú stendur, og gera má ráð fyrir, að námið verði
smámsaman þyngra.
Pessi árin, sem liðin ern síðan háskólinn var stofnaður, hafa
verið eins konar timamót; sumir slúdentarnir byrjuðu námið undir
reglugerð Prestaskólans, og lásu n. tm. alt á grísku. Hvernig guð-
fræðisnámið gengur griskulaust — fyrir því er enn ekki fengin nægi-
leg reynsla. En efalaust þarf að fylla vel upp í það skarð, sem varð
við missi grískunnar, ef sami þroski á að fást.
Enn þarf að geta þess, að veitt er tilsögn í kirkjurjetli i guð-
fræðisdeildinni. Annast einn af prófessorum lagadeildarinnar þá
kenslu. Er öllum þeim stúdentum, er síðar verða prestar, mikilvægt
að færa sjer hana í nyt. Og verður að sæla færi, er yfir kirkjurjett-