Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 42

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 42
40 Vandlesa á fyrst og fremst samstæðu guðspjöllin þrjú (Mark- ús, Matteus og Lúkas). Pau segja oss skýrast frá iífl Jesú og kenning hans. Verður það ekki nógsamlega brýnt fyrir mönnum, að þau eru frumheimildarrit hins upphaflega kristindóms. Enn fremuríjögur höfuð- brjef Páls (Rómverjabrjefið, I. og II. Korintubrjefið og Galatabrjefið). Pau gefa oss bestar hugmyndir um skoðanir þessa mikla frömuðar kristninnar og ástand safnaðanna á postulatímanuni. í þriðja lagi ber að vandlesa Jóhannesarguðspjall, ásamt fyrsta brjefi Jóhannesar; þar kynnumst vjer kenning Jesú og frumkristindóminum, eins og grisk- mentaður, djúpsær andi hefur skilað þessu, eftir er það liefur farið um hans heimspekifrædda liug. Og enn á að vandlesa tvö smábrjef: Jakobsbrjef og fyrra Pjetursbrjef. Öll hin rit n. tm. á að hraðlesa. Við þau má nota styttri skýringar. Par ber sjerstaklega að gefa gaum að »aðalefni hvers þeirra, guðfræðilegri stefnu höfundarins og sjerkennilegum guð- fræðilegum hugmyndum, sem þar koma fyrir«. Pegar fengin er náin kunnátta í öllum ritunum og þau hafa öll verið lesin með skýringu, er afarnauðsynlegt að fá heildaryfirlit yfir guðfrœði nýjalestamentisins, því að fyr fæst eigi næmur sögulegur og trúarlegur skilningur á boöskap þeim, er nýjatestamentis-höfundarnir fluttu. Er þar fyrst gerð grein fyrir helstu trúar- og siðgæðisskoðun- um þeim, er riktu meðal Gyðinga um það leyti, er Jesús kom fram, og síðan megináherslan lögð á það, hvað Jesús sjálfur kendi, og því næst á kenning Páls postula og vitnisburð hans, og loks á skoð- anir Jóhannesar-ritanna. En auk þess er þar lýst kristindómsskoð- unum frumsafnaðarins og gefið stutt yfirlit yfir kristindómskenning- una eftir daga Páls, eins og hún birtist í ritum nýja testamentisins. Auk þessara tveggja megingreina nýjatestamentis-fræðanna: a) skýringar nýjatestamentis-ritanna og t>) nýjatestamentis-guðfræðinn- ar, verður og að afla sjer sem bestrar þekkingar á, livernig rit nýja testamentisins eru til orðin. Pá þekking veitir «) bókmentasaga eða in nga ngsfræði ný j a t es t am e n ti si n s. Sönn söguleg þekk- ing á uppruna ritanna er fyrsta skilyrðið fyrir því, að vjer getum um það dæmt, hvert mæti vjer megum á þeim hafa, og að hve miklu leyti vjer megum treysta þvi, að þau færi oss rjetta frásögu um það, er þau skýra frá. En í raun og veru verður þó inngangsfræðin að eins auka-námsgrein i samanburði við hinar tvær. Afarnauðsynlegt er, að öll rit og kenningar n. tm. sjeu skoðaðar í hinu rjetta sögulega ljósi, og einmitl þess vegna er nýjatestamentis guðfræðin rakin sögulega — en ekki eftir gömlu aöferðinni, er bjó til samsteypu úr öllum hug- myndum n.tm.-höfundanna — ein hin mikilvægasta fræðigrein guð- fræðinnar. Pað er og mikilsvert, að afia sjer sem bestrar þekkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.