Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 8
6
í heimspekisdeild:
Prófessor, dr. phil. Björn M. Ólsen, prófessor, dr. phil.
Agúst H. Bjarnason og dócent Jón Jónsson.
Samkvæmt lögum nr. 25, 2. nóv. 1914, var stofnað dó-
centsembætti í klassiskum fræðum við háskólann (fylgiskjal
III). Embætti þetla veitli ráðherra Islands 31. mars 1915
cand. mag. Bjarna Jónssijni frá Vogi.
Auk ofannefndra háskólakennara hjelt landlæknir Guð-
mundur Björnsson fyrirlestra i læknadeildinni um heil-
hrigðislöggjöf íslands.
Aftur á móti fór ekki fram nein kensla i frakkneskum
fræðum á þessu háskólaári. Hinn frakkneski sendikennari,
Alexander Barraud fór utan um sumarið og kom ekki aftur.
Skömmu eftir að hann kom utan var hann kallaður i striðið,
til þess að inna af hendi hervarnarskyldu, en fjell 20. júni
1915. Á háskóli vor þar á bak að sjá ágætum og mikilhæf-
um starfsmanni.
Áformuð kensla i þýskum fræðum fórst einnig fyrir.
Þýskur sendikennari, dr. phil. Kurt Busse, kom að visu hingað
lil lands í fyrra sumar, en hvarf lijeðan aftur skömmu siðar,
er ófriðurinn hófst, og kom ekki aftur. Tilkynti stjórnar-
ráðið háskólarektor með brjefi dags. 13. okt. 1914, að þýski
sendiherrann í Kaupmannahöfn hefði skj'rt sjer frá, að þess-
um sendikennara hefði á leiðinni hjeðan verið haldið eftir i
Leith af breskum yíirvöldum og gæti hann því ekki sem
stendur horfið aftur hingað.
Eins og getið er um í árbókinni i fyrra, hafði stjórnar-
ráðið skrifað háskólaráðinu út af erindi forsætisráðherrans
danska um það, hvort háskólaráðið óskaði hingað til há-
skólans kennara i norrænni málfræði frá Danmörku, og að
mag. Holger Wiehe yrði sendur hingað i þvi skyni. Hafði
háskólaráðið tekið þessu tilhoði með þökkum. Er- nú
nefndur mag. Holger Wiehe hingað kominn, ráðinn til
þessa starfa af forsætisráðherra Dana, fyrst um sinn til 5
ára. Mun hann taka til starfa á háskólaári þvi, er nú
fer í hönd.