Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 41

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 41
39 verða pvi að kynna sjer sögu ísraelsþjóðarinnar í stuttu yfirliti og vera vel kunnugir því efni, sem vant hefur verið að taka upp í stórar biblíusögur. En þegar sú þekking á sögu ísraels er fengin, er nauð- synlegt að fá nokkurn veginn yflrlit yfir, hvernig þau rit eru til orðin, sem þeir völdu tii þess að standa i helgiritasafni sínu og þeir töldu sannastan vott þeirrar opinberunar, er þeir höfðu veitt viðtöku. Pá fræðslu veitir bókmentasaga gamlatestamenlisins. Pegar þessar þrjár greinar gamlatestamentis-fræðanna hafa numdar verið: a) saga ísraels, b) bókmentasaga gl. tm. og c) trúarsaga ísraels, þá eru stúdentarnir fyrst færir um að lesa með skýringum sjer til gagns d) valda kafla i'ir gamlaleslamentinu. Hvað mikið það skuli vera er ekki ákveðið í reglugerð Háskólans. Helst ætti að lesa eigi minna en svo sem 15 kapitula í einhverju söguriti, 15 kapítula í einhverju riti spámannanna og 15 af merkustu sálmunum, eða sem því svarar, í einhverju ljóða- riti gl. tm. Sjerstaklega ber að leggja áherslu á, að kvnnast trúarhug- myndum spámannanna og umbótabarátlu þeirra, svo og sumum sálm- unum, þvi að þar komst ísraelstrúin hæst. II. IVýjatestaiwentis-íi'æöin. í þeirri grein ber fyrst og fremst að kynna sjer öll rit nýj a t e s t a m e n ti si ns. Best er að geta lesið að minsta kosti hin helstu þeirra á frummálinu. Og með því að nú öllum guðfræðinem- endum gefst kostur á, að fá kenslu i grísku við háskólann, ættu allir þeir stúdentar, sem ætla sjer að fá rækilega guðfræðismentun, að nema grisku. Þó er unt að afla sjer góðrar þekkingar í nýjatesta- mentinu með því að lesa það í vorri isiensku þýðing með góðum skýringarritum. Mikill tími gengur í að nema svo vel grísku, að guð- fræðistúdentar hafl frumtextans full not og sjeu orðnir honum svo handgengnir, að þeir geti viðstöðulaust snarað honum á sina tungu. En á það hefur lengst af verið lögð mikil áhersla. Sje þeim tíma varið til þess að kynna sjer n. tm. í íslensku þýðingunni, ætti það að gera menn mjög gagnkunnuga ritunum og anda þeirra. Slíkt er og áríðandi, því að fátt er prestum jafnnytsamt og að vera vel að sjer í nýjatestamentinu. Ríður á því, að stúdentarnir þaullesi það, uns þeir eru nákunnugir efni hvers kapitula, og hafa á hraðbergi, hvar ganga má að hverju merku ummæli, sem þar er að finna. Vegna of stutts námstíma hefur enn verið tilfinnanlegastur skortur á, að guð- fræðisstúdentar, sem numið hafa guðfræði hjer á landi, liafi orðið nógu vel að sjer í n. tm. að þessu leyti. — Gott er að venja sig á, að ganga með n. tm. i vasanum og lesa i því daglega, og nota til þess ýmsar stundir, hvar sem maður er staddur, er verða ekki notaðar til annars náms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.