Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 45

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 45
43 kerfi sjc samkvæmt eðli sínu eitt, þá birtist það þó venjulega fram- setl í tveimur nokkurn veginn sjálfstæðum kerfum. Trúfræðin á að veita oss skilninginn á kristnu trúnni með því að gera grein fj'rir hinni kristilegu trúkenningu í heild sinni. Siðfræðin hins vegar á að leiðbeina oss i því, að færa þá trú út í lífið, og gera hana að Iifandi, áþreifanlegum veruleik i margháttuðum og iðulega flóknum og erfið- um kringumstæðum lífsins. En þar sem nú þessar tvær fræðigreinar eru aðeins tvær liliðar eins og sama kenningarkerfisins, eða lýsa mis- munandi viðhorfi einnar og sömu sannleiksheildarinnar, þá verður lijer um svo náinn skyldleika að ræða, að þessar fræðigreinar hljóta ávalt að haldast í hendur og taka þaö tillit hvor lil annarar, að aldrci sje neinu því haldið fram i annari þeirra, er komið geti í bága við það, sem kent cr í hinni. Já, meira að scgja: Hin kristilega siðfræði lilýtur ávalt að grundvallast á vísindalegri framsetningu hinnar kristi- legu trúkenningar, eins og trúfræðinnar hlutverk er að gera grein fyrir henni. Svo sem vísindaleg fræðigrein verður hin kristilega siðfræði að styðjast við nákvæmlega sömu vísindalegu meginreglurnar sem hin heimspekilega siðfræði og hafa alt tillit til hinna sálarfræði- legu staðreynda, sem koma til álita við framkomu og framþróun sið- ferðilegs lifs yfirleilt. Svo sem kristileg fræðigrein, verður hún hins vegar skýrt og ótvírætt að láta þau sjereinkenni koma í ljós, sem ein- kenna kristilegt siðferðislif og greina það frá öðrum tegundum sið- ferðilegs lífs. En sönnun fyrir þvi, að það siðferðilegt líf, sem oss er fyrir sjónir sett, sje hið rjetta kristilega siðferðislíf, fæst ekki með öðru móti en þvi, að sýna megi fram á, að það standi i beinu innra sambandi við hina kristilegu trúarskoðun í lieild sinni. Og sönnur á, að þessar kröfur, sem gerðar verða með liina kristilegu siðferðis- liugsjón sem markmið, sjeu rjettmætar og óhjákvæmilegar, verða ekki færðar með öðrum liætti en þeim, að leidd sjeu rök að sannleika hinnar kristilegu trúarskoðunar, sem þessi kristilega og siðferðilega lifshugsjón cr sprottin af. Fyrir því er hjer, eins og tekið var fram, ekki einasta um náinn skyldleika þessara fræðigreina að ræða, heldur verður og hin kristilega siðfræði beinlínis að grundvallast á hinni visindalegu framsetningu hinnar krislilegu trúkenningar, sem er við- fangsefni trúfræðinnar. Um þessar fræðigreinar báðar á það ckki síst heima, að námið á ekki fyrst og fremst að vera fólgið i að afla sjer sem mests þekk- ingarforða, lieldur í því, að ná sem þroskuðustum skilningi á þeim efnum, scm þær hafa til meðferðar. Samstæðilega guðfræðin er all- mjög skyld heimspekinni og verður i ótal greinum að hafa alt tillit lil sálarfræðinnar og hinna sálarfræðilegu rannsókna fyr og síðar. Fyrir því er það nauðsynleg undirstaða undir guðfræðisnámið að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.