Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 5
I. Stjórn háskólans.
Rektor háskólans var þetta háskólaár (1914—’15) pró-
fessor Jón Helgason, kosinn á kennarafundi 17. júní 1914.
Deildarforsetar voru kosnir litlu siðar:
í guðfræðisdeild: prófessor Haraldur Níelsson.
- lagadeild: prófessor Lárus H. Bjarnason.
- læknadeild: prófessor Guðmundur Magnússon.
- heimspekisdeild: prófessor, dr. phil. Björn M. Ólsen.
Þessir deildarforsetar áttu, ásamt rektor, sæti í háskóla-
ráði, eins og lög standa til.
í byrjun háskólaársins kaus háskólaráðið sjer varafor-
seta og hlaut prófessor dr. phil. Björn M. Ólsen kosningu,
Ennfremur kaus það sjer skrifara, prófessor Iiarald Níelsson.
11. júní 1915 fjekst konungleg staðfesting á skipulags-
skrá lyrir »Bræðrasjóð Háskóla íslands« (sbr. fylgiskjal I).
Samkvæmt tillögum læknadeildar fór háskólaráðið (með
brjefi dags. 12. júlí 1915) fram á það við fjárlaganefnd Al-
þingis, að stofnað yrði dócentsembælti fyrir deildina i sjúk-
dómafræði og liffærameinfræði, blóðvalnsfræði og sóttkveikju-
fræði og sólti jafnframt um 2000 kr. styrk til áhaldakaupa í
vinnustofu þessa kennara. Fjekk sú málaleitun þær undir-
tektir, að veittar voru á fjárlögunum 2800 kr. til kenslu i
þessum fræðuni siðara árið á næsta fjárhagstímabili (1917).
Ennfremur bar háskólaráðið fram fyrir alþingi tilmæli
heimspekisdeildar um veitingu fjár til bókakaupa handa