Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Side 42

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Side 42
40 Vandlesa á fyrst og fremst samstæðu guðspjöllin þrjú (Mark- ús, Matteus og Lúkas). Pau segja oss skýrast frá iífl Jesú og kenning hans. Verður það ekki nógsamlega brýnt fyrir mönnum, að þau eru frumheimildarrit hins upphaflega kristindóms. Enn fremuríjögur höfuð- brjef Páls (Rómverjabrjefið, I. og II. Korintubrjefið og Galatabrjefið). Pau gefa oss bestar hugmyndir um skoðanir þessa mikla frömuðar kristninnar og ástand safnaðanna á postulatímanuni. í þriðja lagi ber að vandlesa Jóhannesarguðspjall, ásamt fyrsta brjefi Jóhannesar; þar kynnumst vjer kenning Jesú og frumkristindóminum, eins og grisk- mentaður, djúpsær andi hefur skilað þessu, eftir er það liefur farið um hans heimspekifrædda liug. Og enn á að vandlesa tvö smábrjef: Jakobsbrjef og fyrra Pjetursbrjef. Öll hin rit n. tm. á að hraðlesa. Við þau má nota styttri skýringar. Par ber sjerstaklega að gefa gaum að »aðalefni hvers þeirra, guðfræðilegri stefnu höfundarins og sjerkennilegum guð- fræðilegum hugmyndum, sem þar koma fyrir«. Pegar fengin er náin kunnátta í öllum ritunum og þau hafa öll verið lesin með skýringu, er afarnauðsynlegt að fá heildaryfirlit yfir guðfrœði nýjalestamentisins, því að fyr fæst eigi næmur sögulegur og trúarlegur skilningur á boöskap þeim, er nýjatestamentis-höfundarnir fluttu. Er þar fyrst gerð grein fyrir helstu trúar- og siðgæðisskoðun- um þeim, er riktu meðal Gyðinga um það leyti, er Jesús kom fram, og síðan megináherslan lögð á það, hvað Jesús sjálfur kendi, og því næst á kenning Páls postula og vitnisburð hans, og loks á skoð- anir Jóhannesar-ritanna. En auk þess er þar lýst kristindómsskoð- unum frumsafnaðarins og gefið stutt yfirlit yfir kristindómskenning- una eftir daga Páls, eins og hún birtist í ritum nýja testamentisins. Auk þessara tveggja megingreina nýjatestamentis-fræðanna: a) skýringar nýjatestamentis-ritanna og t>) nýjatestamentis-guðfræðinn- ar, verður og að afla sjer sem bestrar þekkingar á, livernig rit nýja testamentisins eru til orðin. Pá þekking veitir «) bókmentasaga eða in nga ngsfræði ný j a t es t am e n ti si n s. Sönn söguleg þekk- ing á uppruna ritanna er fyrsta skilyrðið fyrir því, að vjer getum um það dæmt, hvert mæti vjer megum á þeim hafa, og að hve miklu leyti vjer megum treysta þvi, að þau færi oss rjetta frásögu um það, er þau skýra frá. En í raun og veru verður þó inngangsfræðin að eins auka-námsgrein i samanburði við hinar tvær. Afarnauðsynlegt er, að öll rit og kenningar n. tm. sjeu skoðaðar í hinu rjetta sögulega ljósi, og einmitl þess vegna er nýjatestamentis guðfræðin rakin sögulega — en ekki eftir gömlu aöferðinni, er bjó til samsteypu úr öllum hug- myndum n.tm.-höfundanna — ein hin mikilvægasta fræðigrein guð- fræðinnar. Pað er og mikilsvert, að afia sjer sem bestrar þekkingar

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.