Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Side 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Side 10
8 ana. Nú er það af svo skornum skamti, að bersýnilega er slíkt ekki til frambúðar. Meðal annars er brýn þörf fyrir eina stóra kenslustofu, þegar baldnir eru fyrirlestrar um sögu íslands eða önnur fræði, sem margir hlýða á. Bækur og önnur söfn háskólans hafa nálega ekkert búsnæði sem stendur. Þá verður ekki sagt að búsnæði fyrir ókeypis lækningar, Röntgenstofnun og rannsóknarstofu fyrir liífæra- meinfræði sje til frambúðar. Er þelta aðeins nefnt sem dæmi. Það mun bafa vakað fyrir flestum, er háskólinn var stofnaður, að komið yrði upp sjerstakri háskólabjrggingu áður en langir tímar liðu og hafði henni verið ætlað bús- stæði á Arnarhóli. Sjerstök atvik voru þess valdandi, að Rögnvaldur heitinn Ólafsson gerði uppdrátt af fyrirhugaðri háskólahyggingu, sem ætlast var lil, að stæði á Arnarhóli. Það kom þá í Ijós, að slík bygging, ef hún átti að verða hæði sómasamlega útlítandi og svo stór, að lil framhúðar væri, hlyti að verða bæði furðu stór og mjög dýr, enda er slíkt ekki að undra eftir því húsrúmi, sem slikar stofnanir erlendis þurfa. Þessi athugun á liúsbyggingarmálinu varð því öllu frekar til þess að sannfæra oss um, að æskilegt væri af fjárhagslegum ástæðum, að komast hjá þvi, fyrstu áratugi að minsta kosti, að byggja sjerstakt hús fyrir háskól- ann, nema því aðeins, að svo kynni að vilja til, að honum áskotnaðist fje að gjöf í þessu augnamiði. Það er eigi aðeins að ræða um stórfje til þess að koma byggingunni upp, heldur hlyti slík bygging, hirðing hennar, upphitun og þvílíkt að kosta mikið á ári hverju. Sem stendur er húsnæði háskólans afaródýrt, um litið annað að gera en að Alþingishúsið er notað mestan hluta árs, í stað þess að standa autt milli þinga. Og húsakynni eru að mörgu leyti góð, það sem þau hrökkva. Ef ganga mætti að því visu, að þau yrðu smámsaman aukin, eftir því sem nauðsyn krefur, þá virðist mega vel við það una, að háskólinn hafi framvegis húsnæði í Alþingishúsinu og væri það stórfje, sem sparaðist með þessu fyrirkomulagi.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.