Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Síða 37
Kayser: Iíehlkopf-, Nasen u. Ohrenki'ankheiten og H. Mygind:
De overste Luftvejes Sygdomme.
b) Kendi eldri nemendum við ókeypis lækningu há-
skólans verklega greiningu og meðferð áður nefndra sjúk-
dóma í einni stund á viku bæði misserin.
Aukakennari Vilhelm Bernhöft, tannlæknir:
Hafði verklegar æfingar i útdrœtti og fyllingu tanna við
ókeypis lækningu háskólans eina stund á viku bæði misserin.
Heimspekisdeildin.
Prófessor, dr. phil. Björn M. Ólsen:
Fyrra misserið:
1. Hjelt áfram fyrirlestrum sínum um bókmenlasögu íslend-
inga, þar sem hælt var síðara misserið 1915—16, í einni
stund á viku, og rakti nákvæmlega Þorleifs þátt jarla-
skálds, þátt af Ögmundi dytl og Gunnari helming, þátt
Þorvalds tasalda, Vjemundarsögu og Vigaskútu, Pórarins
þátt Nefjúlfssonar, Stjörnu-Odda draum, Vopnfirðinga-
sögu og Þorsteins sögu hvita.
Jafnframt hjelt kennarinn áfram að rifja upp eldri
fyrirlestra sína i einni stund á viku, þar sem hann hætti
á síðasta misseri, lauk við sögu skáldakveðskaparins á
11. öldinni, og las fyrir upphaf að almennum inngangi
til Eddukvæðanna.
2. Farið yfir Eddukvæðið Völuspá i 2 stundum á viku.
• 3. Farið yfir Hænsa-Póris sögu og jafnframt lesin nafnorða-
beygingin i Málfræði islenskrar tungu eftir Finn Jóns-
son, Khöfn 1908 (munnlegar æfingar). Ein stund á viku.
4. Gefnar leiðbeiningar í ýmsum efnum til undirbúnings
undir meistarapróf. Ein stund á viku.
Síðara misserið:
1. Hjelt áfram fyrirlestrum sinum um bókmentasögu fs-