Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Page 39

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Page 39
37 3. Lauk við að fara yfir undirstöðuatriði siðfrœðinnar með nokkrum stúdentum i febrúarlok. Ein stund á viku. Dócent Jón J. Aðils: Fyrra misserið: 1. Iljelt fyrirlestra um sögu íslensku kirkjunnar fram að siðaskiftunum, tvær stundir á viku, 2. Hjelt áfram fyrirlestrum um verslunarsögu íslands (upp- haf einokunarinnar), eina stund á viku. Síðara misserið: 1. Hjelt áfram með og lauk við fyrirlestra um sögu íslensku kirkjunnar fram að siðaskiflunum. Tvær stundir á viku. 2. Hjelt áfram fyrirlestrum um verslunarsögu íslands (frá 1602 til loka 17. aldar og verslunarhætti á dögum ein- okunarverslunarinnar). Ein stund á viku. Bjarni Jónsson frá Vogi, kennari í latínu og grísku: Fyrra misserið: 1. Fór yfir höfuðatriði griskrar málfrœði með byrjendum og 50 bls. í 8 bl.br. af Austurför Kyrosar, 5 st. á viku. 2. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir griska málfræði með eldri nemendum og 104 bls. af Austurför Kýrosar og Markúsar guðspjall 5 stundir á viku. 3. Hjelt áfram að fara yfir De oralore eftir Cicero, eina stund á viku. Síðara misserið: 1. Hjelt áfrarn byrjandakenslu i grísku og las með þeim Austurför Kyrosar 54 bls. í 8 bl.br. og rifjaði upp aftur málfræðina fyrir þeirn, 5 stundir á viku. 2. Hjelt áfram yfirferð sinni yfir De oratore. Sendikennari, mag. art. Holger Wiehe: Fyrra misserið: 1. Lauk við fyrirlestra sína um gamanleika Dana (Hertz, , Hostrup). Ein stund á viku.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.