Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Page 48
46
1. Freysteinn Gunnarsson...........................13 stig.
2. Lárus Arnórsson.................................13 —
3. Sveinn Sigurðsson...............................13 —
VII. Söfn háskólans.
Vegna siglingateppu og annara vandræða, er af heims-
styrjöldinni stafa, hefur reynst mjög erfitt að útvega ýmsar
bækur og kensluáhöld, er háskóladeildirnar höfðu helst ósk-
að að geta keypt. Greiðast hefur gengið að fá bækur frá
Norðurlöndum, en þó einnig tekist að ná í nokkuð frá Eng-
landi. Pó munu ýmsar af síðustu sendingum og pöntunum
hafa farið forgörðum með póslsendingum í skipum, sem kaf-
bátar hafa skotið i kaf á leið milli Englands og íslands.
Nokkuð af bókum hefur háskólanum verið' sent endur-
gjaldslaust, og eru þessir gefendur :
Háskólinn i Kaupmannahöfn hefur sent 4 háskólarit og
13 doktorsritgerðir, háskólinn í Ivristjaníu 3 rit, háskólarnir
i Lundi og Uppsölum 2, Göteborgs Högskola 2, Offizin Dru-
gulin Leipzig 1, The Carnegie Foundation 2, Intern. Exchange
service Smithsonian Inst. Wash. 2, B. Herder, Freiburg 1,
The Rockefeller Foundation 1, Departem. of health of the
city of New York 2, The prudential Insurance Co. of Ame-
rica 1, Ewart Seymour & Co. London 1, Roby Datta, Cal-
cutta 1, M. phil. Carl Kúchler 3, Kvindeklinikken í Kristi-
ania 2, Dr. AI. Jóhannesson 2, Vigfús bæjarfógeti Einarsson
2, Fornleifafjelagið 1, Hagstofan 3, Guðmundur Magnússon
rithöfundur 3 og Bjarni Jensson læknir 1. — Auk þess hafa
háskólanum verið send ýms útlend blöð, striðsritlingar frá
ýmsum löndum o. fl.