Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Page 61

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Page 61
Gí-jafabrjef Hallclórs Andrjessonar, fað gjöri eg, Haldór Andrésson í Tjarnarkoti við Innri-Njarð- vík góðum mönnum kunnugt með þessu mínu opnu bréfi, að íneð þvi eg aunga lífserfingja á, en guð hefur blessað mig með nokkrum efnum, sem alt er aflafé mitt og eg vildi, að fjármunir mínir gætu orðið til eflingar innlendri menntun, gjöri eg nú svofelda ráðstöfun á eigum mínum eptir minn dag, sem nú skal greina: Fyrst vil eg, að þegar eg fell frá, skulu allar þær skuldir reiðulega lúkast, sem aðrir menn þá eiga lijá mér og eins að útför min lialdist sómasamlega eptir mínu standi; en allt það sem þá verður afgangs af eigum minum, ekkert undan skilið, bæði fasteign og lausafé, skal verða eign presta- skólans hér á landi með svofeldum skilmálum: 1. ) Innstæðuna má aldrei skerða og skal hún ávalt vera undir stjórn og umsjón biskupsinsi forstöðumanns prestaskólans og kennara þess, sem næstur honum er og skulu þeir sjá um, að innstæðan kom- ist á vöxtu mót fullkomnu og áreyðanlegu veði í jörðum; en það sem eg læt eptir mig í fasteign má ekki selja. 2. ) Leigu af peningainnstæðunni og eins afgjaldinu af fasteign- inni skal á ári liverju verja til styrktar einum eða tveimur fátækum og siðprúðum prestaefnum meðan þeir eru að læra á prestaskólanum eptir því sem fyrrtéðir umsjónarmenn ákveða og koma sér saman um með atkvæðafjölda; en skyldu eitthvert ár aungir þeir læra á presta- skólanum, sem þeir finna næga ástæðu til að veita styrk þenna eptir áðursögðu, þá skal leggja vöxtuna við innstæðuna og gjöra þá arð- sama ásamt henni. 3. ) Gjöf þessi skal ávalt heita Haldórs Andréssonar gjöf. 4. ) Skyldi prestaskólinn nokkru sinni líða undir lok, skal vöxt- unum af áður nefndri gjöf árlega verja til menntunar fátækum presla- efnum hér í landi eptir ráðstöfun biskupsins og sýnódusar, eða bisk- upsins og tveggja prófasla, sem hann þartil kýs. Petta mitt testamentum hefi eg gjört í viðurvist prófessors og doktors Pjeturs Pjeturssonar, landsyfirrjettardómara Jóns Pjeturssonar og prestaskólakennara Sigurðar Melsted, sem eg hefi kallað til að vera viðstadda sem votta að þessum mínum gjöiningi.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.