Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1917, Page 63
61
3. gr.
Hinir föstu kennarar prestaskólans hafa á hendi stjórn sjóðsins
og skal reikningur sjóðsins árlega birtur í stjórnartíðindunum.
4. gr.
Prem fjórðu hlutum vaxtanna má árlega verja til að kaupa guð-
fræðisbækur fyrir til verðlauna handa einum eða fleirum af lærisvein-
um prestaskólans, sem stjórn sjóðsins álítur þess maklega.
Staðfest af konungi 16. sept. 1897.
IV.
Brjef alþingisforsetanna um hiisnæði
háskólans.
Reykjavík 17. sept. 1917.
Ul af brjefi háskólaráðsins til forseta og fjárveitinganefnda Al-
þingis, dags. 10. júli þ. á., um húsnæði háskólans o. fl., leyfum vjer
oss að tjá yður, hæstvirti háskólarektor, að vjer forsetar alþingis höf-
um, að því er kemur til húsnæðisafnota háskólans í Alþingishúsinu,
orðið ásáttir um það er hjer segir:
1, að háskólastúdcntum sjeu leyfð afnot af Kringlu milli þinga, með
þvi skilyrði, að háskólinn skili stofunni óskemdri, kosti aðgerð á
skemdum ef nokkrar verða,
2, að háskólanum sjeu lieimiluð afnot af 2 fremri stofum þeim, er
dyravörður hafði, gegn því að leggja dyraverði til önnur tvö lier-
bergi niðri, sem læknadeild háskólans hefur nú til umráða,
3, að Alþingi verði að halda umráðum yfir eldtrausta herberginu í
landnorðurhorni hússins, en býðst til að geyma fyrir háskólann í
því herbergi þá verðmæta muni, sem liáskólinn kynni að þurfa að
fá svo traust geymda,
4, að Alþingi geti ekki veitt neitt vilyrði fyrir neinum frekari afnot-
um af sínu húsnæði.
Kristinn Daníelsson. G. Björnson. Ólafur Briem.