Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Síða 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Síða 9
7 hinnar æðstu mentunar aðnjótandi. Og því trausti megið þjer ekki bregðast. Auk þessa er fáum þjóðum það jafn-áríðandi og oss ís- lendingum, að sem mest verði úr hverjum einstakling þjóð- ar vorrar. Oss ríður á þessu ílestum þjóðum fremur af því, að vjer erum svo fámennir. Ekkert mannslíf má fara lijer til ónýlis. Og meira að segja, hvert rúm á þjóðarfleyfu vorri verður að vera svo vel skipað, að það silji meira en miðl- ungsmenn. Ilelst ætti hver íslendingur að geta verið margra manna maki til þess að hæta upp mannfæðina, fátæktina og skortinn. Og hafið það hugfast, þjer ungu íslands synir, að óvíða verður það augljósara og tilfinnanlegra en hjer, að sá sem fer illa með silt eigið líf og spillir því, hann grand- ar jafnframt allri Jijóðarheillinni. Erlendis láta nú miljónir ungra manna lífið á vígvöllun- um fyrir land silt og |)jóð. Ilvers ætti þá að mega vænta af yður, sem lifið hjer i ró og næði og við tiltölulega lillar á- hyggjur? Enginn krefst þess, að þjer deyið fyrir ætljörð yð- ar, en þjer eigið að li/a fyrir hana og gera þjóð yðar sem hesta og farsælasta. það er bein siðferðisskylda yðar og þjer sverjið það síðar i embættisnafni að leggja yður alla fram til þessa. En þjer, sem þannig eruð kvaddir lil þess að vera lífsins og Ijóssins riddarar í þessu landi, þjer verðið þá líka að muna það þegar frá byrjun, að þjer eigið að vera öðrum til fyrirmyndar í heilbrigðu líferni, löghlýðni og siðvendni. Með horgarahrjefi yðar hjer við háskólann gangist þjer i raun rjettri undir þelta. Þjer eigið að verða eins konar aðall þess- arar þjóðar, ekki svo mjög að tign og mannvirðingum, eins og að mannkostum. í’að liggur í augum uppi, að þeir sem ætla sjer síðar meir að gæta lífsins, laganna og siðanna í þessu landi, þeir verða fyrst og fremst að gæla sinnar eigin breytni og sinnar eigin framkomu. Og þeir sein eins og hver sá, sem vísindanám stundar, vilja gæta sannleikans i öllum greinum, þeir æltu fyrst og fremst að gæta hans í V

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.