Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Page 34
32
úr Háskólaljóðunum. En síðan ávarpaði rektor háskólans
samkomuna með ræðu þeirri, sem hjer fer á eftir: J)
Göfuga samkoma!
Fyrir rjettum sjö árum — á aldarafmæli Jóns Sigurðsson-
ar — var háskóli vor settur á stofn í sölum þessum undir
forustu þess manns, sem varð fyrstur rektor hans og vjer
nú ætlum að kveðja hjer í dag. Heilsa hans er farin að bila
og ellin kallar að; sjer liann sjer því ekki lengur fært að
rækja starf það, sem honum var falið hjer við háskólann,
svo sem honum sjálfum mundi lika, og hefir því nú beðið
um lausn í náð frá kennarastarfi sínu.
Ekki er nú heldur jafn-bjarl yfir hugum vorum og á
þessari sólbjörtu sumarstund, er jeg nefndi, og ber margt til
þess: ástandið í heiminum, örlög landa og lýða, og sá vandi
og sú tvisýna, sem vor eigin þjóð er í á þessum alvöru-
þrungnu tímum. Auk þess erum vjer nú hjer saman komn-
ir til þess að kveðja einn vorn mætasta mann, er hann
gengur frá starfi sínu, bilaður að heilsu og kröftum. Er oss
þetta sjerstakt hrygðarefni og það á fleiri lund en eina. Því
að auk þess sem hann bar höfuð og herðar yfir oss flesta
samverkamenn sína og var því skóla vorum til hróðurs og
sæmdar, var honum falið það starf, sem vjer teljum oss
dýrmætast og hjartfólgnast, en það var það að hlúa að
tungu vorri, bókmentum og menningarsögu. Ilonum bar að
sá fræi þjóðrækninnar í hjörtu hinna ungu; hann átti að
glæða ástina á vorri dýru tungu; og hann átti að bregða
upp fyrir oss skuggsjá menningar vorrar að fornu og nýju,
svo að vjer gætum greint þar kosli vora og kannast við
vora þjóðarlesti. En nú er hann á förum. Nú er hann að
1) Ræða þessi, sera á að vera eins konar greinargerð fyrir því,
hvers vegna heimspekisdeild ályktaði að gera próf. B. M. Ó. að lieið-
ursdoktor, er tekin saman i samráði við kennara deildarinnar, og á
einkum sögukennarinn, dócent Jón J. Aðils, mestan og bestan þátt í
henni.