Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Side 38

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Side 38
36 handrit fyllri og þykja hafa rjettara fyrir sjer að sumu leyti. Það, sem að er stefnt í þessum ritgerðum, er að reyna að finna elstu og áreiðanlegustu sagnirnar um landnámsmenn- ina og niðja þeirra, og liggur í augum uppi, að skýr og skarpur samanburður á elsta og upprunalegasta Landnámu- textanum annars vegar og samkynja sögnum í ættarsögun- um eða íslendingasögum hins vegar hlýtur að geta leitt til nýrra ályktana um ýms atriði, ef rækilega og samviskusam- lega er að unnið; enda getur enginn vaíi á þvi leikið, að próf. ólsen hefir með þessum ritgerðum sinum unnið isl. sögu og bókmentasögu ómetanlegt gagn, því að með þess- um rannsóknum sinum heíir hann varpað nýju ljósi yfir ýms vafasöm atriði í Landnámasögu vorri og fornsögu og greitt úr ýmsum flækjum, sem áður virtust hart nær ólej^s- andi. Nú er langt frá því, að öllu sje hjer til skila haldið, sem próf. Ólsen hefir unnið i þarfir íslenskrar sögu og bók- menta, en samt mun þetta nægja til þess að sýna, hvaða afrek hann hefir unnið islenskum fræðum. Þó hlýðir varla að ganga þegjandi fram hjá þvi, sem hann hefir ritað til skýringar seinni alda sögu vorri, einkum afstöðu lands og þjóðar til Noregskonunga bæði fyrir og eftir Gamla sátt- mála, sem hann hefir gert að umtalsefni i tveim ritgerðum i »Andvara« 1908 og 1909: Um upphaf konungsvalds á ís- landi og Enn um uppliaf konungsvalds á íslandi. Eru rit- gerðir þessar báðar mjög merkar og fræðandi og ritaðar af hans venjulegu dómgreind, skarpskygni og sannleiksást, þótt enn kunni að leika nokkur vafi á sumum atriðum. Einnig hefir hann ritað mjög fróðlegar ritgerðir Um skatt- hœndatal 1311 og manntal á íslandi að fornu (Safn t. s. í. 1910) og Um kornyrkju á íslandi að fornu (Búnaðarrit 1910). Margt íleira mætti telja, svo sem Edduritgerðir hans, vísnaskýringar og vönduðu útgáfur, eins og t. d. hina gull- fallegu útgáfu hans af y)Sólarljóðum<i 1915. En jeg ætla að láta hjer staðar numið,

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.