Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Síða 16

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Síða 16
14 Dócent Magnús Jónsson: 1. Fór yfir kirkjusögu frá upphafi fram að Klúnýtímabili 2 stundir í viku bæði misserin. Almenn kristnisaga eftir Jón Helgason notuð og lesið í henni I. bindið alt og II. bindið bls. 1—139. 2. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir í. Tímoleusarbrjef, 1. Jóhannesarbrjef og Jakobsbrjef 2 stundir i viku fyrra misserið. 3. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir Galatabrjefið eftir gríska textanum 2 stundir í viku síðara misserið, og að þvi loknu 4. yfir í. Pjetursbrjef vandlega eftir íslensku þýðingunni 2 stundir í viku mestan tímann, en 4 stundir i viku eftir að Inngangsfræði n. t. var lokið. Die Schriften des N. T. etc. höfð við kensluna. 5. Fór yfir Inngangsfrœði nýja testamentisins 2 stundir í viku fyrra misserið og mikinn part síðara misserisins. Bók kennarans notuð. Læknadeildin. Prófessor Guðmundur Magnússon: 1. Fór á fyrra misserinu í 4 stundum á viku yfir hand- lœknissjúkdóma á hálsi og bol, og á síðara misserinu sömuleiðis i 4 slundum á viku yfir handlœknissjúkdóma í meltingarfœrum (aftur að haulum). 2. Fór i 2 stundum á viku yfir almenna handlæknisfrœði með yngri nemendum. 3. Æfingar í handlœknisvitjun daglega þegar verkefni leyfði bæði misserin. 4. Nokkrar æfingar á fyrra misserinu í handlœknisaðgerð á líkum með eldri nemendum. 5. Stúdentar, sem komnir voru að prófi, voru æfðir í að skrifa ritgerðir um handlœknissjúkdóma, (alls 4 ritgerðir). Sömu bækur voru lagðar til grundvallar við kensluna og fyrirfarandi misseri.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.