Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Side 18
16
4. Leiðbeindi stúdentum daglega 2 stundir í rannsóknar-
stofunni.
5. Fór yfir rjettarlœknisfrœði 1 stund á viku.
Aukakennari Jón Hj. Sigurðsson, hjeraðslæknir:
1. Fór með eldri nemendum með yfirheyrslu og viðtali 4
stundir í viku yfir sjúkdóma í lungum, hjarta, melting-
arfærum og yfir farsóttir. J. von Mering, Lehrbuch der
inneren Medizin var lögð til grundvallar við kensluna.
2. Fór með yngri nemendum yfir byrjunaralriði sjúklinga-
rannsókna 1 stund á viku bæði misserin.
3. Hafði æfingar í lyflœknisvitjun á sjúklingum í frakk-
neska spítalanum, í farsóttahúsinu og í lækningastofu
Jóns læknis Kristjánssonar þegar verkefni var fyrir
hendi.
Aukakennari Sæmundur Bjarnhjeðinsson, prófessor:
1. Fór með viðtali og yfirheyrslu yfir lyfjafrœði 3 stundir
í viku bæði misserin. Við kensluna var notuð Poulsson,
Pharmakologie.
2. Hafði æfingar í Laugarnesspítala i að þekkja holdsveiki
1 stund í viku vormisserið með eldri nemendum.
Aukakennari Helgi Skúlason, augnlæknir:
1. Fór yfir augnsjúkdómafrœði 1 stund i viku með eldri
nemendum. Curt Adam, Taschenbuch der Augenheil-
kunde var notuð við kensluna, með nokkrum viðauk-
um, og farið yfir bls. 199—268.
2. Hafði æfingar með eldri nemendum í aðgreining og
meðferð augnsjúkdóma 1 stund i viku.
Aukakennari Ólafur Þorsleinsson, eyrna-, nef og hálslæknir:
1. Fór með eldri nemendum í 1 stund á viku bæði misserin
yfir háls-, nef- og eyrna-sjúkdóma. Við kensluna voru
notaðar: E. Schmiegelow, Örets Sygdomme og H. Mygind,
De överste Luftvejes Sygdomme.