Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Qupperneq 26

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Qupperneq 26
24 himnuna? Hvers konar breytingum veldur hún þar? Ilver eru einkenni veikinnar? Hvernig má þekkja hana frá öðrum sjúkdómum? Hvernig er meðferðin? III. í rjettarlæknisfræði: Hvers konar sjálfsmorð eru algengust og hvernig getur rjettarlæknirinn leitt líkur að því, að um sjálfsmorð sé að ræða? Prófdómendur voru hinir sömu og áður, þeir Matthías læknir Einarsson og Sigurður Magnússon yfirlæknir við heilsuhælið á Vífilsstöðum. Lagadeildin. Embœtlispróf í lögfrœði. í lok fyrra misseris gengu 2 stúdentar undir emhættispróf i lögfræði. Skriflega prófið fór fram dagana 30. janúar til 3. febrúar, en prófinu lauk 13. febrúar. Verkefni við skriflega prófið voru: I. í I. borgararjetti: Lýsið aðaldráttum löggjafarinnár um stjórn á fje ófjár- ráðra. II. 1 II. borgararjetti: Getur maður, er hlut fær til eignar frá þeim manni, sem eigi er bær um að ráðstafa hlutnum, orðið eigandi að hlutnum við þá ráðstöfun, og með hvaða skilyrðum? III. í refsirjetti: Hvaða athafnir eru refsiverðar eftir 212. gr. almennra hegningarlaga? IV. f stjórnlagafræði: Hvað eru fjárlög og að hve miklu leyti gilda um þau aðrar reglur en lög alment? V. 1 rjettarfari: Að hverju leyti er farið með sjódómsmál öðruvísi en almenn einkamál í hjeraði? í lok síðara misseris (14.—16. júni) luku 6 stúdentar em- bættisprófi í lögfræði.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.