Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Side 52

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Side 52
50 brjósti þá um nokkurt skeið. Hjer við bættist svo hin afarháa húsa- leiga, scm mörgum stúdent er í raun og veru um megn að greiða. Þetta og fleira varð til þess, að stúdentaráðið ákvað þegar á fyrsta fundi sínum, að hefja starfsemi í þá átt, að reistur yrði hjer í Reykja- vík «Garður», svo fljótt sem unt væri. Var þvi næst leitað stuðnings hjá þeim eldri stúdenlum, sem stúdentaráðinu var kunnugt um, að bæru þetta málefni sjerstaklega fyrir brjósti. Brugðust þeir allir mjög vel við og hvöttu ákveðið til framkvæmda og varð sá endir þar á, að stúdentaráðið skyldi beilast fyrir framkvæmdum öllum með þeirra tilstyrk. Purfti þá fyrst og fremst að finna leiðir til fjáröflunar og var sú upp tekin að fá leyfi ríkisstjórnarinnar til útgáfu og sölu stórs happdrættis. Tók forsælisráðherra Sig. Eggerz þeirri málaleitan svo vel, að leyfi var þegar veitt fyrir útgáfu 100.000 happdrættismiða í þessum tilgangi. Var þá næst að útvega muni, sem um skvldi dregið og er þar skemst frá að segja, að allir þeir, sem leitað var til, tóku hugmynd þessari betur en nokkur gat vænst og hjetu stuðningi sínum, annað- hvort með gjöfum til happdrættisins eða þá á annan hátt. Ber þar sjerstaklega að þakka myndhöggvara Einari Jónssyni fyrir höfðinglegar undirtektir og hvatningar sem og flestum listmálurunum islensku, sem í náðist og mörgum, mörgum fleiri. Er stúdentaráðið hafði á þennan hált hrint fyrirtæki þessu af stokk- unum, var ákveðið að kjósa sjerstaka nefnd, til að annast frekari framkvæmdir í þessu efni, með því sýnt þótti, að starfið yrði svo um- fangsmikið, að betur myndi unnið á þann hátt en af stúdentaráðinu, sem þurtti að gegna ýmsum öðrum störfum samhliða. í nefnd þessari tóku sæti hinn 3. des. 1922: hæstarjettardómari Lárus H. Bjarnason (sem fjárgeymslumaður), prófessor, dr. phil. Guðmundur Finnbogason, dr. phil. Alexander Jóhannesson, stud. med. Lúðvíg Guðmundsson (formaður), stud. jur. Ástþór Matthiasson (gjaldkeri) og stud. theol. Þorsteinn Jóhannesson (ritari). Tók nefnd þessi við þeim gögnum, sem þá voru fyrir hendi, og hefir ósleitilega unnið að fjársöfnuninni síðan. Til ágóða fyrir byggingarsjóðinn hafa borist nokkrar gjafir: 1. frá Sigvalda lækni Kaldalóns frumsamið lag eftir hann við þjóð- kvæði Bjarna Thorarensen «ísland». Gaf hann ásamt nokkrum fleiri mönnum fyrsta upplag lagsins fullprentað í 3000 eintökum, 2. frá cand. phil. Jóni Sigurðssyni, skrifstofustjóra Alþingis, út- gáfurjetturinn að þýðingu hans á sögunni «Pan» eftir Knut Hamsun og "V

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.