Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Page 14

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Page 14
12 nýyrði á ýmsum sviðum vísindanna. 1918 flutti dr. Björn sál. Bjarnason frá Viðfirði erindi um nýyrði á fundi Verk- fræðingafélags íslands og er það birt í tímariti félagsins (1918, bls. 46—56). Erindi þetta á vart sinn líka vegna snilld- arlegrar framsetningar og heilbrigðra skoðana, enda liefir orðanefnd Verkfræðingafélagsins, er tók til starfa 1919, unnið í anda lians, og þó að allar tillögur þessarar nefndar nái ekki fram að ganga, liefir hún unnið stórmikið gagn til verndar íslenzkri tungu. Merkilegustu rannsóknirnar liggja þó ef til vill á sviði hrynjandi málsins. Þegar djúpar öldur tilfinninganna Ivfta hug vorum, strevma orðin fram af vör- unum með lögbundnum hljómsveiflum. Þá er eins og sál vor losni úr viðjum, en í slíkri hrvnjandi skín íslenzk þjóðsál gegnum aldanna myrkur. Þá skiljum vér hin innblásnu orð Matthíasar þjóðskálds: Tungan geymir i timans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, Darraðarljóð frá ellstu þjóðum, lieiftareim og ástarbrima, örlagahljóm og refsidóma, land og stund i lifandi myndum ljóði vigðum — geymir i sjóði. Þá vil ég' bjóða vður velkomna til báskólans, nýju stú- dentar. Því ltefir verið lýst hér áður, hve lcjör þau, er liáskóli vor býður, eru ósambærileg við aðra liáskóla, er eiga sér lengri sögu og eldri menning. En þér eigið því láni að fagna að lifa á þeim tímum, er þjóð vor sækir fastast fram til and- legs og efnalegs sjálfstæðis. Þér eigið sjálfir að taka að yður forustuna í velferðarmálum þjóðar vorrar, þegar vðar tími er kominn. Þér eigið að standa jafnfætis námsbræðrum vðar í nágrannalöndum um undirbúning til háskólanáins. í bar- áttu þjóðar vorrar á undanförnum öldum liggur arfur sá, er yður hefir lilotnazt í vöggugjöf. A herðum vorum hvílir sú skvlda að varðveita ekki aðeins þenna arf, heldur sækja fram til aukinnar menningar þjóðar vorrar. Námsárin eru

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.