Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Blaðsíða 10
10
að greiða töluvert kennslugjald. Hér hefir öll kennsla verið
ókeypis og svo liagað kennslunni, að hér þurfa stúdentar ekki
að kaupa sér aukakennslu, eins og víða á sér slað erlendis.
Auk þess hafa stúdentar verið styrktir lil námsins svo, að
nokkru hefir munað. Þó gæli aðbúnaður stúdenta verið miklu
betri og meira mætli fyrir þá gera lil andlegs og líkamlegs
þroska. Stórt og gott spor var þó sligið þegar Stúdentagarður-
inn var reislur, að miklu leyti fyrir atbeina og dugnað slú-
dentanna sjálfra. Baráttan fvrir lífinu liefir liarðnað og þetta
liafa stúdentarnir skiíið ekki síður en aðrir. Það verður ekki
annað sagt en að þeir séu ástundunarsamir og reglusamir, eða
svo hefir mér virzt þessi 15 ár, sem ég hefi nú kennt liér við
liáskólann, og vona ég að meira megi marka það en sleggju-
dóma þeirra, sem minna þekkja til. Það þarf ekki annað en
að atlmga árangur námsins hér við háskólann. Ég' gæti trúað
að leil yrði að þeim háskóla, þar sem liærri hundraðshluti
þeirra, sem nám byrja, lyki prófi með betra árangri.
Það sem á vantar til þess að gera háskólann hentugri slú-
dentum, er að námið verði fjölhrevttara. Vísir lil þess og til
aukinnar, hagnýtrar vísindastarfsemi er hin nýja Rannsóknar-
stofnun í þarfir atvinnuveganna, sem nú er að rísa upp lir mel-
unum á háskólalóðinni. Auk þess hefir verið rætt uiii stofnun
verzlunardeildar við háskólann og kennaradeildar fyrir stú-
denta, sem vildu búa sig iietur undir fræðslu barna og ung-
linga en nú er hægt að gera liér á landi.
Fleira mætti gera og verður að gera til þess að beina stú-
dentunum inn á nýjar brautir, því að gömlu brautirnar gegn-
um liinar núverandi liáskóladeildir eru að yfirfyllast, jafnvel
svo að lii vandræða horfir. Sumir hafa haldið því fram, að
takmarka ætli tölu þeirra, sem gætu orðið stúdentar, mcð
ströngum kröfum lil þeirra óþroskuðu barna, sem í mennta-
skólana sækja. Slikt er hin mesta fásinna og verður eingöngu
til þess að lengja skólanámið og til óþarfa eyðslu á líma og fé.
Stúdentsmenntun ætlu sem flestir að fá, en sá hugsunarháttur
þarf að breytast, að byrjun á menntaskólanámi sé það sama
og að fara að læra til prests.