Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Side 77

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Side 77
11 IV. KAFLI Próf. 21. gr. Háskólapróf skulu haldin á þeim tíma, sem reglugerð háskólans ákveður. 22. gr. Stúdentar mega ganga undir embættispróf, þegar þeim sýnist, hafi þeir áður staðizt fyrirskipuð undirbúningspróf, þar á meðal próf i heimspekilegum forspjallsvísindum, og ieyst af hendi fyrirskipaðar æfingar. Próf í heimspekilegum forspjallsvísindum er öllum stúdentum heimilt að ganga undir eftir tveggja missira nám við háskólann, en skylt að hafa lokið því að minnsta kosti tveim missirum áður en þeir ganga undir embætlispróf. 23. gr. Þeir, sem ganga vilja undir embættispróf, skulu hafa tilkynnt það ritara háskólans að minnsta kosti 3 vikum áður en próf byrjar. Um leið og þeir gefa sig fram, skulu þeir gjalda 20 krónur til háskóla- sjóðs, og tekur ritari háskólans við fénu. Hætti stúdent við að taka próf, eftir að hann hefir látið innrita sig til prófs, á hann heimtingu á að fá prófgjaldið endurgoldið, hafi hann gefið sig fram við ritara áður en prófið byrjar. Gangi stúdent frá embættisprófi, verður honum ekki endurgoidið prófgjaldið. 24. gr. Stúdentar, sem byrjað hafa á embættisprófi, en gengið frá þvi, geta ekki gefið sig fram til prófs af nýjú fyrr en eftir ár, nema sérstakar á- stæður mæli með því. Stúdent, sem stenzt ekki embættispróf, getur ekki fengið að ganga undir próf aftur fyrr en að ári liðnu. Æski stúdent, sem staðizt hefir embættispróf, að endurtaka prófið, til þess að öðlast hærri prófseinkunn, er honum það heimilt, en þó ekki fyrr en að ári liðnu. Stúdent greiðir prófgjald svo oft sem hann segir sig til prófs. 25. gr. Háskólakennararnir standa fyrir öllum prófum, en hver deild ræð- ur fyrirkomulagi prófanna hjá sér. Öll próf skulu haldin i heyranda hljóði. G

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.