Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Síða 46
46
13 við framhaldsnám. Gegndi læknisstörfum í Ólafsvikur-
liéraði sumurin 1912 og 1913, í fjarveru liéraðslæknis. Hér-
aðslæknir í Dalahéraði frá 1. okt. 1913 til 31. maí 1929. Hér-
aðslæknir í Berufjarðarhéraði frá 1. júní 1929 til 1. nóv. 1934,
en þjónað Ólafsvíkurhéraði síðan.
Kvæntist 18. maí 1936 Guðlaugu, dóttur Sigurðar Sigurðs-
sonar liéraðslæknis i Búðardal og konu hans Ragnheiðar Vig-
fúsdóttur. Fór utan 1931 og dvaldist 5 mánuði við nám í Dan-
mörku, en 1 mánuð í Hamborg.
Varði doktorsritgerð um heilaslag og arfgengi við Háskóla
Islands 12. okt. 1935.
X. LÁTNIR HÁSKÓLAKENNARAR
Prófessor Sæmundur Bjarnhéðinsson fæddist 26. ágúst 1863
í Böðvarshólum í Vesturhópi í Húnavatnssýslu. Foreldrar
Iians voru Bjarnhéðinn Sænnmdsson bóndi og kona hans
Kolfinna Snæhjarnardóttir. Þrjú af hörnum þeirra urðu þjóð-
kunn: Sæmundur heitinn prófessor, frú Briel Bjarnhéðins-
dóttir og Bjarni Bjarnhéðinsson, sem lengi var verslunar-
stjóri á Hvammstanga. Hefir ættinni verið margt vel gefið.
Föður sinn missti próf. Sæmundur á unga aldri, en snemma
har á því að pilturinn var mjög bókhneigður, svo að föður
lians hafði komið til hugar að setja hann til mennta. Eftir
fráfall hans voru litlar horfur á, að neitt vrði úr þessu, þvi
að ekkjan var efnalitil. Var það úr, að Sæmundi var komið til
Júlíusar Halldórssonar héraðslæknis í Klömbrum, og átli hann
að læra þar lyfjabúðarstörf. Vafalaust liefir það orðið piltin-
um að láni að komast á heimili þessa mennta- og dugnaðar-
manns, þó að Iiann ynni þar að ýmsu, sem fvrir féll, auk lyfja-
húðarstarfa. Það mun þó einkum hafa verið Bjarni bróðir
hans, sem stvrkti hann lil náms á latínuskólanum. Gekk hon-
um námið vel, og var hann oftast „dux“ í sínum bekk, enda
bæði iðinn og reglusamur. Á skólaárunum átti liann gott at-
hvarf hjá Halldóri Friðrikssvni vfirkennara og naut þar