Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Blaðsíða 4
1
III. TUTTUGU OG FIMM ÁRA AFMÆLI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Hinn 17. júní 1936 voru liðin 25 ár frá stofnun háskólans.
Var afmælisins minnzt á þann Iiáit, að haldin var minningar-
atliöfn í ncðri deildar sal alþingis, er liófst kl. 11 árdegis.
Voru viðstaddir allmargir boðsgestir, auk kennara og stú-
denta. Rektor stýrði athöfninni og hélt ræðu þá, er hér fer á
eftir:
Háskóli íslands er i dag 25 ára gamall. Vígsla hans fór
fram hér í þessum sal þann 17. júní 1911, en því var ein-
mitt þessi dagur valinn, að þá var hundrað ára afmæli Jóns
Sigurðssonar, sem fyrstur manna hafði vakið máls á því, að
liér þvrfti að stofna háskóla, og hafið haráttu fvrir því. Það
var þó ekki fvrr en löngu eftir hans dag, að sú hugmynd
komst í framkvæmd. Að vísu voru prestaskóli og lækna-
skóli húnir að starfa hér lengi áður og lagaskóli í nokkur
ár, en það var fyrst 17. júní 1911, að þeir skólar voru sam-
einaðir og gerðir að deildum sameiginlegs háskóla, og heim-
spekisdeild hætt við, þar sem kennd vrðu forspjallsvisindi
og íslenzk fræði.
Þannig var þá Háskóli íslands til orðinn og stóð því að
nokkru leyti á gömlum merg, þar sem gömlu skólarnir
voru. En munurinn var sá, að nú komu þeir allir undir
eina stjórn, þar scm var reklor og deildarforsetarnir, er
mynduðu háskólaráðið, og svo viðhótin, heimspekisdeildin.
íslenzk fræði höfðu áður, að mestu leyti, verið stunduð í
Kaupmannahöfn, þangað þurftu Islendingar að sækja nám,
ef þeir vildu leggja stund á islcnzkt mál, sögu eða hók-
menntir. Þar hafði líka verið vel unnið, og mest og bezt
af íslenzkum mönnum. Auðvitað höfðu líka ýmsir lagt rækt
við íslenzk fræði hér heima, hæði háskólagengnir menn og
aðrir, en allt var það gert i hjáverkum. Hér var þá enginn
maður launaður til þess að leggja vísindalega stund á íslcnzk