Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Side 68
Flyt kr. 109299.52 kr. 68061.91
210142.2G
21014.23
— 189128.03
— 298427.55
Kr. 367089.4G
Reikning þennan og allar bækur happdrættisins og fylgiskjöl, svo
og sjóð þess, höfuin við undirritaðir endurskoðendur farið nákvæm-
lega yfir og ekkert fundið athugavert.
Reykjavík, 8. april 1936.
Þórálfur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson.
Ágóði 1935 ........... —
ágóðahluti rannsókn-
arstofnunarinnar 1935 . —
XV. ÝMISLEGT
Skýrsla um störf stúdentaráðsins 1935—1936.
Tvennar almennar kosningar til stúdentaráðs fóru fram að þessu
sinni þar eð þær fyrri urðu ólögmætar. Stúdentaráðið varð endan-
lega þannig skipað: Deildakjörnir urðu: Friðrik Einarsson í lækna-
deild, Helgi Sveinsson í guðfræðisdeild, Jóhann Hafstein í lagadeild
og Sveinn Bergsveinsson í heimspekisdeild. Ivosnir í almennu kjöri
urðu: Benedikt Tómasson stud. med., Kjartan Guðmundsson stud.
med., Björn Sigurðsson stud. med., Gunnlaugur Pétursson, stud. jur.
og Guttormur Erlendsson stud jur. Síðar tók Ragnar Jóhannesson
stud. mag. við sæti Kjartans Guðmundssonar, sem útskrifaðist á miðj-
um vetri.
Stjórn skipuðu: Björn Sigurðsson, formaður, Friðrik Einarsson,
gjaldkeri og Jóhann Hafstein, ritari.
Þessi eru helzt af þeim málum, er stúdentaráðið hafði með hönd-
um á starfsárinu:
Hátíðahöldin 1. desember urðu með svipuðum hætti og áður.
Stúdentar gengu skrúðgöngu um bæinn eins og venja er til, en of
fáir sem fyrr. Er illt að stúdentar skuli vera svo tregir til að sýna
hollustu sina við sjálfstæðið þennan dag, sem er því þó sérstaklega
helgaður og þeir hafa einmitt þess vegna gert að sinum hátíðisdegi.
Af svölum Alþingishússins hélt Halldór Kiljan Laxness rithöf.
ræðu. Erindinu var útvarpað og vakti það mikla athygli. Siðar um
daginn var haldin skemmtun i Gamla Bió.
Um kvöldið hélt stúdentaráðið dansleik að Hótel Borg.