Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Blaðsíða 43
43
heldur og á öllum liðnum öldum. Og hann liefir unnið ótal-
margt annað íslenzkum lögvísindum og réttarlífi þjóðarinn-
ar til nytsemdar og lieilla. Lagadeildin telur sér það sæmd
að veita lionum þessa lieiðursnafnbót, til að sýna honum
þakklæti sitt og viðurkenningu fyrir hið mikla og' ágæta
starf, sem hann hefir af hendi lejrst.
Á fundi 14. júní 1936 samþvkkti heimspekisdeild að sæma
Andreas Heusler prófessor í Basel nafnbótinni doctor litter-
arum islandicarum honoris causa, en Ejnar Munksgaard bóka-
útgefanda í Kaupmannahöfn, Jón Ófeigsson vfirkennara og
Þorkel Þorkelsson veðurstofustjóra nafnbótinni doctor philo-
sophiae honoris causa, með þeim formála, sem hér segir:
Prófessor Andreas Heusler liefir um langt skeið verið einn
af höfuðskörungum germanska og norrænna fræða. Verk
hans á því sviði eru of mörg og margvísleg til þess, að þau
verði hér talin, enda of nafnkunn til þess, að þess gerst þörf.
Hann hefir gert frumlegar rannsóknir um fornar hetjusagnir,
germanskan og íslenzkan kveðskaji, sagnaritun, menningar-
sögu, lögfræði og hragfræði, gert útgáfur og þýðingar ís-
lenzkra sagna, samið kennslubók i íslcnzkri tungu o. s. frv. Má
með fullum sanni heimfæra upp á verk hans hið fornkveðna:
Niliil tetigit, quod non ornavit. Hann hefir ekki heldur afrækt
nútímamál og menningu íslendinga, því að liann liefir tví-
vegis sótt ísland heim, lært að mæla á íslenzka tungu og ritað
einhverja hina ágætustu lýsingu lands og þjóðar, sem enn er
til. Gætir þessarar þekkingar nútímamenningar vorrar hvar-
vetna i ritum hans um hin fornu fræði. Hann liefir og með
kennslu sinni í háskólunum i Berlin og Basel orðið lærifaðir
fjölda vngri fræðimanna. Af þessum rökum verður hann að
teljast maklegur hverrar þeirrar sæmdar, sem mest verður
veitt fyrir afrek í íslenzkum fræðum.
Ejnar Mzmksgaard hefir með útgáfustarfsemi sinni gert
flestum núlifandi mönnum meira til þess að vekja eftirtekt á