Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Síða 10
8
23. júní bauð háskólinn lóð undir byggingu fyrir Þjóð-
minjasafnið, en það er liornlóðin milli Hringbrautar og
Melavegar. Stjórnarráðið ákvað 15. sept., að bygging þessi
skyldi reist á þessari lóð.
Háskólanum bafa borizt þessar gjafir:
1. Minningarsjóður Davíðs Sch. Thorsteinssonar. Lyfsali
Þorsteinn Scbeving Tborsteinsson gaf á þessu ári
18500 krónur til sjóðsins, og er hann nú rúmlega 34000
kr. Ég vil leyfa mér að þakka hjartanlega fyrir rausn
og hugulsemi Scbevings Tborsteinssonar í garð háskól-
ans og stúdenta.
2. Det danske Selskab í Reykjavík gaf 10000 krónur í sjóð.
Skulu vextirnir notaðir til þess að greiða húsaleigu
stúdenta, sem búa í danska herberginu á Nýja garði.
3. Guðmundur V. Kristjánsson úrsmiður arfleiddi bóka-
safn liáskólans að allstóru safni bóka, sem aðallega
fjalla um indversk trúarbrögð og lífsvenjur og andatrú.
Safn þelta er einstakt í sinni röð og sýnir andlegan
áhuga manns, sem alla ævi var heilsulítill.
Próf. Richard Béck flutti liáskólanum rétt eftir lýðveldis-
hátíðina vingjarnlegar skriflegar kveðjur frá háskólanum
í Manitoba, háslcólanum í Norður Dakota og Cornell há-
skóla.
Fluttir voru fjórir sunnudagafyrirlestrar fyrir ahnenning.
Hjörvarður Árnason listfræðingur liélt 3 fyrirlestra með
skuggamyndum úr listasögu.
Hljómleikar háskólans lögðust niður síðasta vetur, vegna
anna þeirra listamanna, sem höfðu lofað að halda þá.
Að lokinni ræðu rektors flutti próf. Níels Dungal fyrir-
lestur um manneldisrannsóknir. Að því búnu mælti rektor:
A vegum báskólans vil ég bjóða alla nýskráða stúdenta
hjartanlega velkomna og óska, að námstimi þeirra hér við
háskólann verði þeim til ánægju og heilla.
Mikill er munurinn á lilutskipti ykkar, ungu stúdentar,
liér á landi og jafnaldra ykkar í útlöndum. Þar verða ungir