Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Page 55
53
Færið þessar niðurstöður í aðalbók.
Öll venjuleg viðskipti félagsins í desembermánuði eru færð i dag-
sjóðbók, viðskiptamannabækur og víxilbók, en lokun dagsjóðbókar og
innfærslur i aðalbók hafa ekki farið fram, þar eð ýmsar færslur
vantar. Eins og er, svnir dagsjóðbókin eftirfarandi niðurstöður í
desemberiok:
Sjóður ........................... kr. 67 987.33 kr. 64 785.89
Banki ............................... — 78 750 04 — 45 375.07
Skuldunautar ........................ — 35 245.07 — 21 737.41
Lánardrottnar ....................... — 41 347.08 — 57 498.53
Keyptar vörur ....................... — 87 389.70
Seldar vörur ..................... — 138 578.40
Samþ. víxlar ........................ — 10 745.50 — 5 730.00
Kostnaður ........................ — 12 675.79
Vextir .............................. — 235.40
Rekstur fasteignar ............... — 174.89 — 845.50
Kr. 334 550.80 Kr. 334 550.80
Færið þessar niðurstöður i dagsjóðbók í desember, og þá eruð þér
beðnir að færa þær færslur, er vantar, en þær eru þessar:
Félagið kaupir 15. des. 1943 verksmiðju- og geymsluhús við A-götu
9 fyrir kr. 150 000.00. Fasteignamat hússins er kr. 45 000.00, en fast-
eignamat lóðar kr. 6 500.00. Félagið tekur við eigninni í árslok. Greiðsla
fer þannig fram: Félagið tekur að sér áhvílandi veðskuldir, þ. e.
1. veðréttur kr. 50 000.00 og annar veðréttur kr. 25 000.00, og það
greiðir með tékka kr. 75 000.00. Yextir af þessum veðskuldum falla í
gjalddaga 1. jan. 1944, og greiðir seljandi þá.
16. des. 1943 endurgreiðir félagið fyrirframgreitt brunabótagjald
af hinni keyptu eign til 1. apríl 1944 kr. 340.00 í peningum.
Sama dag kaupir félagið vélar verksmiðjunnar fyrir kr. 25 000.00
gegn skuldabréfi til 5 ára með 5% ársvöxtum og jöfnum árlegum
afborgunum. Vextir reiknast frá 1. jan. 1944.
17. des. 1943 greiðir félagið afsalskostnað af húsinu kr. 4 000.00
með tékka.
20. des. 1943 gerir félagið verksamning við verkstjóra verksmiðj-
unnar og greiðir honum í þóknun kr. 2 000.00 og fyrir fram upp í
kaup kr. 3 000.00, sanitals kr. 5 000.00 með tékka.
28. des. 1943 kaupir félagið vörubifreið fyrir kr. 20 000.00, sem
það greiðir þannig:
með tékka ............................................. kr. 10 000.00
með víxli pr. 1. apríl 1944 ........................... — 5 000.00
með víxli pr. 1. júlí 1944 .......................... — 5 000.00