Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Page 69
67
ritgeröasafnið Byggð og saga og Landnám í Skagafirði, og
eru þá ótaldar ýmsar ritgerðir um svipuð og önnur söguleg
efni. Allar rannsóknir hans bera vitni um frábæra þekkingu,
vandvirkni og glöggskyggni á stór atriði sem smá. Má kalla
þetta því meira afrelc sem hann hefiir jafnframt gegnt há-
skólakennslu í lögfræði og getið sér mikinn orðstír fyrir lær-
dóm sinn og ritverk um þau efni. Þó að kennsla í íslenzkum
fræðum hafi farið fram i heimspekisdeild, síðan háskólinn
var stofnaður, er deildinni fyllilega ljóst, hver þörf þessum
fræðum er sem flestra góðra liðsmanna, og telur liún sér
sæmd að því að votta þessum gagnmerka vísindamanni þakk-
læti sitt og virðingu með því að kjósa hann heiðursdoktor í
heimspeki, dr. phil. h. c.
IX. DOKTORSPRÓF
Heimspekisdeildin samþykkti að leyfa mag. art. Birni
Sigfússyni að verja ritgerð sína, Um Islendingabók, fyrir
doktorsnafnbót i heimspeki. Yörnin fór fram laugardaginn
14. okt. 1944,
Æviágrip dr. phil. Björns Sigfússonar.
Björn Sigfússon er fæddur 17. jan. 1905 að Reykjum i Tjörnes-
hreppi. Foreldrar: Sigfús Bjarnarson, bóndi, og kona hans, Ilalldóra
Halldórsdóttir. — Björn lauk kennaraprófi við kennaraskólann vorið
1928, gagnfræðaprófi við menntaskólann í Reykjavík sama vor og
stúdentsprófi við þann skóla vorið eftir (utan skóla þeim prófuni
tveim). Vorið 1934 lauk hann meistaraprófi íslenzkra fræða við
Iláskóla íslands og dvaldist næsta vetur í Osló og Kaupmannahöfn
við framhaldsnám. — Veturinn 1931—32 var Björn kennari við hér-
aðsskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu og fékkst nokkur ár eftir
það við stundakennslu í Reykjavík. Hann var íslenzkukennari við
Ríkisútvarpið veturinn 1936—37 og frá haustinu 1941 til vors 1946.
Eitt missiri, 1937—38, var hann blaðamaður Þjóðviljans, og flest
sumrin 1930—1944 stundaði hann ýmsa erfiðisvinnu, alls i 9 sýsl-
um, til að kynnast þar landsháttum. Auk greina í blöðum og tíma-
ritum hefur Björn gert þessi rit: Um Ljósvelninga sögu, fslenzk fræði