Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Síða 92
90
að fela þeim Sigurði Bjarnasyni alþingismanni frá Vigur, Ólafi S.
Björnssyni, sendiráðsritara í London, og Stefáni Júliussyni, yfir-
kennara i Hafnarfirði, og fara með umboð ísienzks æskulýðs á þingi
þessu. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum varð að fresta þinginu til mán-
aðamóta okt.—nóv. Sökum þessarar frestunar sá enginn áðurnefndra
fulltrúa sér fært að mæta, og var þá hafizt handa um val nýrra
manna. Urðu að því sinni fyrir valinu þeir Pétur Eggerz, sendiráðs-
ritari í London, Kristinn Gunnarsson viðskiptafræðingur, sem staddur
er í London, og Björn Th. Björnsson listfræðinemi, sem einnig er
staddur i London. Mun æskulýðsþing þetta nú standa yfir þessa
dagana.
Alþjóðasli'identamót i Prag. Þá barst ráðinu á s.l. sumri bréf frá
Sambandi tékkneskra stúdenta, þar sem íslenzkum stúdentum er boðin
þátttaka í alþjóðamóti stúdenta, sem haldið verður í Prag þ. 17. nóv.
n. k. Samþykkti ráðið, að eðlilegast væri að fela hinu nýstofnaða
Landssambandi íslenzkra stúdenta allar frekari aðgerðir í málinu.
Hafa ráðinu nú borizt upplýsingar um, að sambandið hafi gert ráð-
stafanir til að senda fulltrúa á mótið.
Sameignarsjóður íslendinga í Danmörku. Samkvæmt tilmælum
frá stjórn Sameignarsjóðs íslendinga í Danmörku skipaði ráðið for-
mann sinn til að vera heiðursráðunaut sjóðsins og lofaði að veita
sjóðnum þann stuðning, sem í ])ess valdi stæði.
Samskipti við stádenta á Norðurlöndum. Stúdentaráðið sendi i
maímánuði s. 1. Studenterforeningen i Kaupmannahöfn hamingju-
óskir í tilefni af endurheimtu frelsi dönsku þjóðarinnar. Þá sendi
ráðið stúdentaráðinu við Oslóarháskóla kveðjur og heillaóskir í til-
efni þess, að háskólinn var opnaður aftur eftir fimm ára lokun þ.
1. septemher s. 1.
Þann 17. júni bárust ráðinu hamingjuóskir í tilefni dagsins frá
stúdentaráðinu við Iielsingforsháskóla og Sambandi sænskra stú-
denta. Þakkaði ráðið þessar vinsamlegu kveðjur.
í haust barst ráðinu enn fremur skeyti frá Lunds Studentkár, en
i skeyti þessu er ráðinu boðið að senda fulltrúa á Tegnérfesten og
Halsningsgillet, sem haldið var i Lundi þ. ö. október s. 1. Ákveðið var
að fela Einari Braga Sigurðssyni náttúrufræðinema, en hann var á
förum til Lundar um þessar mundir, að mæta við hátiðahöldin fyrir
hönd ráðsins.
Loks hefur ráðið staðið í bréfaskriftum við stúdentaráðið við
háskólann í Helsingfors. Hefur því verið boðið að senda fulltrúa á
hátiðahöldin, sem fram eiga að fara i Helsingfors þ. 26. þ. m. í til-
efni 75 ára afmælis Gamla Studentshuset þar í borg. Hefur ráðið
gert ráðstafanir til, að fulltrúi stúdenta geti mætt á þessari hátíð.