Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Qupperneq 94
92
þess var sú, að iþróttaskyldunni hafði ekki verið framfylgt samkvæmt
lögum, stafaði það hinsvegar af húsnæðisvandræðum.
í Sundhöll Reykjavikur fengust engir fastir tímar, og var það
mjög bagalegt vegna sundskyldunnar.
Nokkrir áhugasamir stúdentar sóttu aukatíma í handknattleik,
iþróttaleikfimi o. fl. íþróttakennsla hófst i byrjun október og stóð
til maíloka.
Áhugaleysi stúdenta fyrir íþróttum var með mesta móti, og reynd-
ist ókleift að ná saman fundi í íþróttafélagi háskólans og aðalfundur
því aldrei haldinn. Þrátt fyrir þessa deyfð tóku stúdentar þátt í hin-
um árlegu keppnum fyrir háskólann: Bringusundskeppni skólanna,
skriðsundskeppni skólanna, handknattledkskeppni og skiðamótum
íþróttafélaganna.
Kappleikur menntaskólans og háskólans i knattspyrnu fór ekki
fram.
Benedikt Jakobsson.
. )
Lög um breyting á og viðauka við lög nr. 36 30. júlí 1909, um
laun háskólakennara, og um breyting á lögum nr. 21 1. febr. 1936,
um Háskóla íslandö, nr. 66 28. des. 1944.
1. gr. — 1. málsgr. 1. gr. 1. 36/1909 og 1. gr. 1. 21/1936, sbr. 1: gr.
1. 78/1941, orðist svo:
í Háskóla íslands eru þessar 6 deildir: Guðfræðisdeild, læknadeild,
laga- og hagfræðisdeild, heimspekisdeild, atvinnudeild og verkfræði-
deild.
2. gr. — 3. málsgr. 1. gr. 1. 36/1909 orðist svo:
í laga- og hagfræðisdeildinni eru 3 prófessorar i lögfræði og 2
dósentar i viðskiptafræðum.
3. gr. — Stofna skal tvö dósentsembætti við heimspekisdeild Há-
skóla íslands í bókmenntasögu og sögu.
Ákvæði 1. gr. 1. nr. 24 19. maí 1930, um háskólakennara, taka ekki
til dósentsembætta þeirra, er stofnuð verða samkvæmt þessari grein.
4. gr. — í verkfræðideild skulu vera 3 prófessorar.
5. gr. — Upphaf 4. gr. 1. 21/1936, um Háskóla íslands, orðist svo:
Rektor og forsetar deildanna 6 eiga sæti í háskóiaráði.
6. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.