Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 96
94
2. í höfuðgreinum verkfræðinnar, eftir þvi sem ákveðið er á hverjuin
tima.
Skilyrði tii inntöku í deildina er stúdentspróf úr stærðfræðideild
íslenzks menntaskóla eða sambærilegt próf.
Deildin getur sett skilyrði um lágmarkseinkunnir í einstökum
greinum eða greinafiokkuin.
2. gr. — Námið skiptist í fyrra hluta og síðara hluta. í fyrra hluta
námsins eru aðallega kennd vísindaieg undirstöðuatriði verkfræð-
innar. í síðara hluta námsins eru kenndar höfuðgreinar verkfræðinnar.
Fyrri liluti námsins miðast við 3 kennsluár og próf í lok hvers
kennsluárs. Verklegt próf i landmælingu fer þó að jafnaði fram í
byrjun 3. kennsluárs.
Áður en stúdent segir sig til prófs skal hann leggja fram vottorð
um, að hann hafi lokið tilskildum æfingum á fullnægjandi hátt, sam-
kvæmt nánari ákvæðum deildarinnar.
Síðari hluti námsins miðast við 2!4 kennsluár. Próf fara fram í
tvennu lagi.
Skilyrði til þess að ganga undir próf við síðara hluta eru, að
stúdentinn hafi lokið fyrra hluta prófi í verkfræði við Háskóla ís-
lands eða samsvarandi prófi við aðra háskóla og hafi skilað tilsettum
æfingaverkefnum frá síðara hluta námsins.
3. gr. — Próf geta verið munnleg, skrifleg eða verkleg. Við gjöf
einkunna má taka tillit til úrlausna æfingaverkefna, sem stúdentinn
hefur leyst af hendi við námið, samkvæmt reglum, sem deildin setur.
Prófverkefni skulu vera í samræmi við kennslutilhögun og próf-
reglugerð deildarinnar.
4. gr. — Við gjöf einkunna skal nota talnaröð I í eftirfarandi töflu
og hlýtur stúdent i hvert sinn þá einkunn, er næst liggur meðaltali
einkunna kennara og prófdómara.
Sé ein fullnaðareinkunn veitt fyrir úrlausnir frá fleiri en einu árs-
prófi skal liún ákveðin þannig, að samsvarandi stigatala við hana sé
sú tala úr talnaröð II, er næst liggur meðaltali stiga frá ársprófunum.
Um teikningar í rúmmyndafræði, húsagerð og landmælingu dæma
kennarar þessara námsgreina ásamt teiknikennara og prófdómurum.
Einkunnir og stigagildi þeirra.
I
6
5%
5%
5
II
8
7%
7%
7